Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 10
2
N ÁTTÚ RUFRÆÐ I N GURI N N
allnákvaEina lýsingu á eyrarós ásamt ágætri mynd. Aftur á móti telur
Rottböll, að hér sé á ferðinni önnur tegund en sú, sem Linné hafði kallað
Epilobium latifolium og því gefur hann henni nafnið Epilobium corym-
bosum (C. R. Rottböll, 1770).
I skrá yfir íslenzkar plöntur, sem prcntuð er aftan við Ferðabók Eggerts
Olafssonar og Bjarna Pálssonar, og út kom 1772, er hins vegar mjög
dregið í efa, að Epilobium latifolium vaxi á Islandi og nægilegar upplýs-
ingar taldar skorta. Annars er sú skrá, sem gerð var af grasafræðingnum
Johan Zoéga, aðallega gerð eftir skrá Múllers og í henni er heldur engar
upplýsingar að finna um plönturnar sjálfar, né nokkur íslenzk nöfn
(Johan Zoéga, 1772).
Nafnið eyrarós veit ég ekki til að komi á prent fyrr en í Lachanologia
Eggerts Ólafssonar, sem Bjöm Halldórsson í Sauðlauksdal gaf út að
honum látnum. Þar segir, að purpurablómstur eða Epilobium palustre sé
náskylt hinni fögm eyrarós, sem vaxi í Borgarfirði og í Breiðafjarðar-
dölum (Björn Halldórsson, útg. 1774). í Grasnytjum skýrir Bjöm frá
nytsemi eyrarósar, en getur þess ekki, hvar hún vaxi (Björn Halldórs-
son, 1783). Hvorugur þcirra Bjöms eða Eggerts getur nokkurs annars
íslenzks nafns á þessari plöntutegund.
1780—1781 dvaldist Færeyingurinn Nicolai Mohr hér á landi við
náttúmrannsóknir og skrifaði síðar bók um þessar rannsóknir sínar (N.
Mohr, 1786). Þar segir Mohr víða hafa séð eyrarós hér á landi og
nefnir nokkra staði á Norðurlandi. Hann segir, að í Hrútafirði og Kolla-
firði í Strandasýslu hafi hún verið kölluð Maríuvöndur, auk hinna ,,eig-
inlegu“ Maríuvanda af ættkvíslinni Gentiana. Ennfremur segir Mohr, að
í Mývatnssveit og á Austurlandi hafi eyrarós verið nefnd purpura-
blómstur. Hugsanlega er eyrarósanafnið því breiðfirzkt eða vestfirzkt að
uppmna úr því Eggert og Bjöm nota það eingöngu.
í íslenzkri grasafræði Odds Hjaltalíns er nafnið purpurajurt notað á
ættkvíslinni Epilobium, sem nú er nefnd dúnurt, og Epilobium latifolium
kölluð breiðblöðótt purpurajurt en eyrarósarnafnið ekki nefnt (O.
Hjaltalín, 1830). Breiðblöðótt er bein þýðing á tegundaheitinu latifolium
og hefur Oddur því sennilega þýtt það sjálfur og skeytt framan við
purpurajurtamafnið, sem greinilega er eldra (sbr. Bjöm Halldórsson,
1774). Auk þess notar Oddur nafnið Maríuvöndur um Epilobium
latifolium, og er það í samræmi við upplýsingar Mohrs. Þetta hefur
Chr. Grýnlund líka tekið upp í bók sína Islands Flora, en hann kom
nokkmm sinnum hingað til lands; hann nefnir nafnið Maríuvöndur, auk