Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3
eyrarósamafnsins, sem hann tilgreinir fyrst á þessari tegund sem hann
kallar fræðiheitinu Chamaenerium latifolium.
í öilum nýrri bókum og ritgerðum sem ég þekki, er nafnið eyrarós
notað um þessa tegund og virðist það nú gjörsamlega hafa útrýmt hin-
um tveimur, að minnsta kosti úr ritmáli, og er þar líklega um áhrif frá
Flóm íslands eftir Stefán Stefánsson að ræða, en hún kom út árið 1901.
Aftur á móti virðist nafnið purpurablómstur hafa verið fært yfir á sigur-
skúf, Epilobium angustifolium, sem er náskyld tegund.
Það hafa ekki allir verið sammála um, hvaða fræðiheiti skyldi nota
um eyrarós, frekar en menn hafa verið á einu máli um íslenzka nafnið.
Þessari tegund var fyrst lýst af hinum þekkta sænska grasafræðingi
Linné í verkinu Species Plantamm undir nafninu Epilobium latifolia
(Linnaeus, 1753), sem áðar var leiðrétt í Epilobium latifolium. Undir
því nafni er tegundarinnar getið héðan í fyrstu (O. F. Múller, 1770)
og flestir höfundar nota það um hana lengi framan af, eins og þegar
hefur verið getið að nokkm (sbr. J. Zoéga, 1772; Björn Halldórsson,
1783; N. Mohr, 1786; Oddur Hjaltalín, 1830 og C.C. Babington 1871).
Þó taldi Rottböll um aðra tegund að ræða, sem hann nefndi Epilobium
corymbosum (C. F. Rottböll, 1770) og einnig var getið hér að framan.
Ættkvíslin Epilobium er allbreytileg og hefur henni því verið skipt
niður í deildir, en sumir grasafræðingar hafa aftur á móti viljað ganga
lengra og telja þessar deildir sérstakar ættkvíslir. Ein þessara deilda —
eða ættkvísla — nefnist Chamaenerion og til hennar teljast tvær íslenzk-
ar tegundir, eyrarós og sigurskúfur. Enski garðyrkjumaðurinn Robert
Sweet taldi þessa deild sjálfstæða ættkvísl og gaf eyrarósinni í samræmi
við það nafnið Chamaenerion lalifolium og undir því nafni hefur hún
víða gengið síðan. Það nafn mun Chr. Granlund fyrst hafa notað um
íslenzka eyrarós í flóm sinni (Chr. Granlund, 1881), en nokkrum árum
áður hafði hann þó notað eldra nafnið, Epilobium latifolium, um hana
(Chr. Grýnlund, 1874). Nöfnin em svo notuð nokkuð sitt á hvað. Eftir-
farandi höfundar nota nafnið Epilobium latifolium: H. F. G. Strömfelt
(1889), Stefán Stefánsson (1895, 1901 og 1924), Ingimar Óskarsson
(1929, 1932) og Ingólfur Davíðsson (1940, 1941, 1942). Þarna er
athyglisvert, að Stefán Stefánsson notar þetta eldra fræðiheiti á eyrarós-
inni í þeim tveim útgáfum Flóm íslands, sem hann lagði hönd á sjáifur.
Aðrir höfundar nota aftur á móti fræðiheitið Chamaenerion latifolium
og má þar nefna, auk Granlunds, Helga Jónsson (1896, 1899 og 1905),
Þorvald Thoroddsen (1914) og höfunda bókarinnar „The Flora of Ice-