Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
5
safni Náttúrufræðistofnunar íslands. Að auki verður svo lítillega getið
um frávik eyrarósar í öðrum löndum frá þeirri lýsingu.
Eyrarósin hefur fjölæran jarðstöngul sem greinist hvað eftir annað.
Upp af honum vaxa uppréttir stönglar, oft margir saman í þyrpingu
og iðulega jarðlægir neðantil, en sveigjast svo í boga upp á við. Hæð
þeirra er 10—40 sm, meðaltal mælinga á plöntum frá 35 stöðum á
landinu var 23 sm. Stönglarnir eru svívalir og fíndúnhærðir og oft með
hliðargreinum í blaðöxlunum um og neðan við miðjan stöngul.
Laufblöðin eru venjulega stakstæð, en em þó oft svo til eða alveg
gagnstæð á neðanverðum stönglinum. Þau eru frekar þykk, blágræn og
dúnhærð, einkum á meðan þau eru ung, með örsmáum gisnum tönn-
um og mjög ógreinilegu strengjaneti. Blöðin em lensulaga-egglensulaga
og stilklaus; lengd þeirra 1,8—6,4 sm, meðaltal 4,4 sm; mesta breidd
þeirra 0,4—1,8 sm, meðaltal 1,2 sm.
Blómin eru stór og áberandi, 2,8—5,5 sm í þvermál, meðaltal 4,2
sm, stundum ein sér á stöngul- eða greinarenda, en langoftast nokkur
saman allt að 8 í klasa, og einnig eru stór, laufblaðkcnnd blöð í klasan-
um. Blómhnappurinn drúpir greinilega áður en hann springur út og
útsprungið blómið er einnig lotið. Blómið er leggjað, blómleggurinn
0,7—1,5 sm langur; það er yfirsætið, fjórdeilt og oftast dálítið óreglu-
legt, þ.e. tvö krónublaðanna mjórri en hin. Þessi óreglulegu blóm eru
einmitt ein helzta röksemd þeirra sem vilja kljúfa eyrarósina og nokkrar
náskyldar tegundir út úr gömlu ættkvíslinni Eþilobium, dúnurtunum,
og telja til sérstakrar æittkvíslar, Chamaenerion. Bikarblöðin eru fjög-
ur, dökkblárauð á litinn og lensulaga, lengd þeirra 1,2—2,3 sm, meðal-
tal 1,8 sm; mesta breidd þeirra 0,3—0,4 sm, meðaltal 0,33 sm. Krónu-
blöðin eru einnig fjögur, fagurrósrauð á litinn, óreglulega sporbaugótt
en oftast með sljóum oddi; lengd þeirra 1,5—3,3 sm, meðaltal 2,3
sm; mesta breidd þeirra 1,1—1,9 sm, meðaltal 1,4 sm.
Fræflarnir eru 8; frjóhnapparnir gulbrúnir á litinn, 1,5—2,0 mm
langir; frjóþræðirnir gulgráir á litinn, allt að 1,5 sm langir. Frævan er
aðeins ein en gerð úr fjórum fræblöðum og því fjórrýmd. Stíll hennar
er 4—7 mm langur og á honum fjórskipt fræni með mjög niðursveigð-
um, gulhvítum, 2—3 mm löngum flipum. Eyrarósin blómgast oftast í
júlí.
Aldinið er aflangt hýði, rauðgrátt á litinn, alsett myglugráum hárdún;
það er 3,8—6,6 sm á lengd, meðaltal 5,2 sm. Við aldinþroskunina
lengist blómleggurinn og getur orðið allt að 5 sm langur. Hýðið opnast