Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 14
6
NÁTTÚRUF RÆÐINGURINN
ofan frá og rifnar í femt niður í gegn. Fræin eru smá og mörg í
hverju hýði, ljósbrún og aflöng, lengd þeirra er 1,5—2,1 mm og á
öðmm endanum hafa þau brúsk af gulhvítum 1,5—2,0 sm löngum
svifhámm. Fræskumin er slétt. Litninarafjöldi er 2n= 72 (Á. og D.
Löve, 1948).
Islenzka eyrarósin er nokkuð breytileg hvað snertir vaxtarlag, þ. e.
stöngulhæð, stærð og lögun laufblaða og krónublaða og hæringu, en
samt ekki það breytileg, að nokkmm afbrigðum eða tiilbrigðum hafi
verið lýst héðan. í öðmm löndum, þar sem eyrarós vex, er hún að
nokkru leyti frábrugðin þeirri íslenzku, þ.e. oft hærri og grannvaxnari
og með fleiri og tiltölulega smærri blómum; þannig er það t.d. víða
í Norður-Ameríku og Norður- og Mið-Asíu, að því er ég gat ráðið af
eintökum eyrarósar frá þessum svæðum, sem ég hef athugað í Grasa-
safni Ffafnarháskóla og í safni Grasagarðs New York. Þó em eintök frá
sumum stöðum í austur- og norðurhluta Kanada mjög svipuð þeim
íslenzku og eins grænlenzk cintök, þ.e. tiltölulega lágvaxin og kröftug
með frekar stómm blöðum og blómum. Ýmsum afbrigðum og tilbrigð-
um eyrarósar hefur því verið lýst, en ekki verður farið nánar út í þá
sálma hér. Þó má geta þess, að í Grænlandi og víðar koma fyrir ein-
staklingar með bleik eða jafnvel alveg hvít blóm.
ÚtbreiSsla og lifnaðarhœttir
Island. I Flóru íslands (Steindór Steindórsson, 1948) er sagt, að
eyrarós vaxi víða um land allt, nema hvað hún sé fremur sjaldgæf á
Norðvesturlandi. Ég tel enga ástæðu til að efast um að þetta sé rétt,
en vil þó bæta því við að eyrarós vex á nokkrum stöðum norðvestan-
lands, en er þar hvergi algeng. Norðan ísafjarðardjúps er mér þó aðeins
kunnugt um einn vaxtarstað, í Kaldalóni, en í Jökulfjörðum og á Hom-
ströndum veit ég ekki til að hún hafi fundizt. Reyndar er það svo, að
eyrarósin virðist frekar halda sig í dölum og fjarðabotnum en út til
nesja og sjávar, og inn til landsins á hún það til að klifra upp í fjalla-
hlíðar. A Reykjanessskaga, utanverðu Snæfellsnesi, Skaga, Melrakka-
sléttu og á Langanesi fara líka litlar sögur af eyrarrósinni svipað og á
Norðvesturlandi. Aftur á móti er hún algeng í öðmm landshlutum.
Eins og flestum er kunnugt dregur eyrarósin nafn af þeim staðhátt-
um sem hún er tengdust hér á landi, eyrum fram með ám og lækjum.
Áreyrar geta sums staðar orðið alrauðar af eyrarós sem þar vex í þétt-