Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 15
N ÁTT Ú R U F RÆBINGURINN
7
um, stórum breiðum, sem geta skipt tugum fermetra að stærð. Stund-
um vex eyrarósin ein sér á slíkum stöðum, en oft er hún þó innan um
aðrar tegundir, t.d. gulvíði, túnvingul, holurt, jafnvel melgras og ýmsar
fleiri. Á stöku stað bregður eyrarósin sér af áreyrunum upp í hamra-
veggi árgljúfra, þar sem henni tekst oft að festa rætur í smáglufum og
sprungum. í Flóru íslands er sagt, að hún vaxi jafnvel í sjávarhömrum,
en það hef ég aldrei séð, og trúlegt þykir mér, að það geri hún helzt inni
í fjarðabotnum. Aftur á móti getur Flóra þess ekki, að sums staðar hér-
lendis vex eyrarós í lausum skriðum í fjallahiíðum og virðist ekki þrífast
þar verr en á áreyrunum. Litmyndin, sem fylgir þessari grein, er einmitt
tekin á slíkum vaxtarstað í Esjufjöllum í Vatnajökli í um það bil 800
m hæð yfir sjávarmáli. Eyrarós nær 1000 m hæð í suðurhlíðum Stein-
þórsfells í Esjufjöllum og vex líklega hvergi hærra til fjalla hér á
landi. Annars vex hún jafnt á láglendi sem í Miðhálendi landsins, þar
sem hún er allvíða áberandi í 6—700 m hæð eða hærra, t. d. í 800 m
hæð á Sprengisandsleið sunnan Nýjadals. Meðfram Helliskvísl á Land-
mannaafrétt vaxa líka oft stórar breiðar eyrarósar í 600 m hæð. Hér á
landi er eyrarós þannig nátengd sendnum jarðvegi, oftast lausum, eða
grýttum, en rakastig jarðvegsins virðist skipta minna máli.
Eins og áður er sagt blómstrar eyrarósin í júlí og þroskar aldin og
fræ í ágúst. Fræin dreifast með vindi og geta svifið alllangt á svifhára-
brúsknum. Jarðstöngull eyrarósinnar, sem oft greinist hvað eftir annað,
á einnig sinn þátt í viðgangi hennar og í myndun hinna stóru samfelldu
breiðna, sem áður var minnst á. Eyrarósin fellir stöngla og blöð á
haustin og brumin á jarðstönglunum, sem lifa af vcturinn, eru í blá-
yfirborði jarðvegsins.
Önnur lönd. Eins og áður er gctið vex eyrarós í Norður-Ameríku, þar
sem hún er algeng í Kanada, Alaska og á Grænlandi og í norðvestur-
hluta Bandaríkjanna. í Asíu er hún algeng í norðurhluta Síberíu frá
Beringssundi vestur að 80° au. 1., einnig suður eftir öllum Kamtsjaka-
skaga og í fjöllum í suðurvesturhluta Síberíu og í vestanverðum Hima-
lajafjöllum. í Evrópu vex eyrarós aðeins á tveimur svæðum norðaust-
ast, utan íslands. Á Novaja Semljaeyjum milli 71° og 77° n. br. og
í nyrzta hluta Úralfjalla og norður undir 70° n. br. á Jugorskij-skaga
gegnt eynni Vajgat. Útbreiðslan er því nokkum veginn samfelld á
norðurhvelinu frá Grænlandi og vestur um Kanada, Alaska og Síberíu
að 80° au. 1. Utan þessa samfellda svæðis em svo ísland, Novaja