Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 15
N ÁTT Ú R U F RÆBINGURINN 7 um, stórum breiðum, sem geta skipt tugum fermetra að stærð. Stund- um vex eyrarósin ein sér á slíkum stöðum, en oft er hún þó innan um aðrar tegundir, t.d. gulvíði, túnvingul, holurt, jafnvel melgras og ýmsar fleiri. Á stöku stað bregður eyrarósin sér af áreyrunum upp í hamra- veggi árgljúfra, þar sem henni tekst oft að festa rætur í smáglufum og sprungum. í Flóru íslands er sagt, að hún vaxi jafnvel í sjávarhömrum, en það hef ég aldrei séð, og trúlegt þykir mér, að það geri hún helzt inni í fjarðabotnum. Aftur á móti getur Flóra þess ekki, að sums staðar hér- lendis vex eyrarós í lausum skriðum í fjallahiíðum og virðist ekki þrífast þar verr en á áreyrunum. Litmyndin, sem fylgir þessari grein, er einmitt tekin á slíkum vaxtarstað í Esjufjöllum í Vatnajökli í um það bil 800 m hæð yfir sjávarmáli. Eyrarós nær 1000 m hæð í suðurhlíðum Stein- þórsfells í Esjufjöllum og vex líklega hvergi hærra til fjalla hér á landi. Annars vex hún jafnt á láglendi sem í Miðhálendi landsins, þar sem hún er allvíða áberandi í 6—700 m hæð eða hærra, t. d. í 800 m hæð á Sprengisandsleið sunnan Nýjadals. Meðfram Helliskvísl á Land- mannaafrétt vaxa líka oft stórar breiðar eyrarósar í 600 m hæð. Hér á landi er eyrarós þannig nátengd sendnum jarðvegi, oftast lausum, eða grýttum, en rakastig jarðvegsins virðist skipta minna máli. Eins og áður er sagt blómstrar eyrarósin í júlí og þroskar aldin og fræ í ágúst. Fræin dreifast með vindi og geta svifið alllangt á svifhára- brúsknum. Jarðstöngull eyrarósinnar, sem oft greinist hvað eftir annað, á einnig sinn þátt í viðgangi hennar og í myndun hinna stóru samfelldu breiðna, sem áður var minnst á. Eyrarósin fellir stöngla og blöð á haustin og brumin á jarðstönglunum, sem lifa af vcturinn, eru í blá- yfirborði jarðvegsins. Önnur lönd. Eins og áður er gctið vex eyrarós í Norður-Ameríku, þar sem hún er algeng í Kanada, Alaska og á Grænlandi og í norðvestur- hluta Bandaríkjanna. í Asíu er hún algeng í norðurhluta Síberíu frá Beringssundi vestur að 80° au. 1., einnig suður eftir öllum Kamtsjaka- skaga og í fjöllum í suðurvesturhluta Síberíu og í vestanverðum Hima- lajafjöllum. í Evrópu vex eyrarós aðeins á tveimur svæðum norðaust- ast, utan íslands. Á Novaja Semljaeyjum milli 71° og 77° n. br. og í nyrzta hluta Úralfjalla og norður undir 70° n. br. á Jugorskij-skaga gegnt eynni Vajgat. Útbreiðslan er því nokkum veginn samfelld á norðurhvelinu frá Grænlandi og vestur um Kanada, Alaska og Síberíu að 80° au. 1. Utan þessa samfellda svæðis em svo ísland, Novaja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.