Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 16
8
NÁTTÚRUFRÆÐ1 N GURINN
Semlja, Úralsvæðið og fjallasvæði Mið-Asíu, sbr. E. Hultén (1971).
íslancl ’ er því á austurjaðri ameríska hluta útbreiðslusvæðisins en
rússnesku vaxtarstaðirnir á vesturjaðri asíska hlutans. Allt bendir því
til þess, að eyrarrósin hafi borizt hingað vestan um haf frá Græn-
landi því, eins og áður er sagt eru fræin smá og létt og berast auð-
veldlega langar leiðir með vindi.
Vaxtarstaðir eyrarósar í öðrum löndum eru fyrst og fremst send-
inn og grýttur jarðvegur á áreyrum og í fjallahlíðum (sbr. t. d. Hultén,
1968r Hitchcoock o. fl., 1961; Fernald, 1950; Sjisjkin og Bobrov,
1949- Böcher o. fl., 1966). Sums staðar á hún það þó til að bregða sér
inn í’ mólendi, valllendi og fleiri gerðir gróðurlenda á þurrum jarð-
ye • og þannig hef ég séð hana vaxa á Norðaustur-Grænlandi. Nokk-
ur eintök í Grasasafni Hafnarháskóla, sem eru frá norðvesturhluta
Kanada hafa vaxið í gisnum greniskógi og eru þau geysistór og kröftug.
Eyrarósin vex sums staðar nokkuS hátt til fjalla, t.d. nær hún upp
f rir 2000 m í Alaska, upp í 2800 m í Colorado og 1 nærri 4000 m
hæð í Himalajafjöllum (Hultén, 1968 og 1971).
Nylsemi
Ekki er mér kunnugt um, að eyrarósin hafi verið notuð mikið af
mönnum hin síðari ár, nema hvað hún hefur allviða verið flutt í garða
og þrífst þar ágætlega ,cinkum í sendnum jarðvegi. Ekki veit ég heldur
hvort hún er bitin að ráði af fé, þó hún veki svo sannarlega athygli á
sér, þar sem hún vex, eins og áður er getið.
| Grasnytjum sínum skrifar Björn Halldórsson (1783) alllangt mál
um nytsemi eyrarósar. Þar segir hann, að hún sé góð til fóðurs, jafnt
fyrir sauðfé sem naut, geitur og hesta. Stöngulinn telur hann ætan og
rótina megi nota til brauðgerðar. Fræullina telur hann góða að stoppa
með föt, þar sem hún sé mjúk sem silki og kannski megi spinna úr
henni eða brúka hana með öðru móti sem bómull væri. Björn segir að
seyði af urtinni, drukkið sem te „fari nokkuð á höfuð manns“ en það
hekni þó höfuðvcrk um leið. Ýmiss konar lækningamátt annan telur Björn
eyrarósina hafa: „Hún sé barkandi og samandragandi og sé hún því góð
marin að leggja yfir opin sár þar sem hún græði þau. Seyði af henni
stilli blóðnasir og blóðgang og þurrkaðar rætur lækni blóðuppgang.11
Sannarlega væri það þess virði að reyna eitthvað af þessu t.d. teið.