Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 29
NÁTTÚRU F RÆÐINGU RIN N
21
Mynd 4. Efsti liluti Jökulsárgljúfra. A þessu svæði sést, hvernig flóðið hefur
safnazt niður í gljúfrin. Á bökkunum eru grjót ofan til, en neðri hluti gljúf-
ursins liefur alltaf tekið lilaupið. Á þessu svæði eru grágrýtislögin mjög þykk
og heilleg. Hafragil er fornt gljúfur, myndað fyrir hlaupið, og kann áin að
hafa horfið úr þeim farvegi vegna eldvirkni og jarðskorpuhreyfinga. Efsti liluti
gljúfranna cr mikið mjórri, myndaður seinna cn hamfarahlaupið, sennilega að
mestu í venjulegum jökulhlaupum, sem oft liafa orðið síðan.
Fig. 4. The uppertnosl part of the canyon Jökulsárgljúfur. Here the cata-
strophic flood convergence into the canyon can be seen. On the banks there
are scablands in the upper part but the lower parl has always had the capacity
to take tlie flood. In this area tlie basallic lava flows are thick and competent.
Hafragil is an old canyon formed before the catastrophic flood ancl the river
may have abandoned that course because of volcanic aclivily and/or teclonic
movemenls. The uppermost part of the canyon of Jökulsá is much smaller,
liaving been formed after the catastropliic flood, probably mainly by usual
glacier bursts which have often occurred since.
fram í aurfljótahlutum farveganna. Samanburður hlaupfarvegsins
við Hrossaborg á 5. mynd við aurfarveginn í Jökulsá á Brú neðan
við Dimmagljúfur (7. mynd) sýnir greinilega þennan mismun.
Önnur hlaup í Jökulsá hafa sums staðar skilið eftir nokkur um-
merki. Þessi hlaup eru frá tveimur tímum, þ. e. frá seinni öldum,
einkum 15.—18. öld, og svo hlaup eldri en öskulagið H5 og þá
væntanlega frá lokum ísaldar. Hin yngri hlaup hafa grafið innra