Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 36
28 N ÁT'l’ Ú R U F. RÆÐIN GU RINN Gröftur á bergi annars staðar í hlaupfarvegunum áætlast 0.1— 0.2 km8. Heildargröftur á bergi er því 0.6—0.7 km3. Sjálfsagt hefur svona hlaup staðið stutt. Það er því sérstök ástæða að reyna að gera sér grein fyrir því, livernig svona gífurlegur gröft- ur á bergi getur átt sér stað á örstuttum tíma. Hinar venjulegu að- ferðir rennandi vatns við gröft á bergi eru fyrst og fremst núning- ur efnisagna í vatninu við botninn. Við það núast efnisagnirnar að sjálfsögðu niður og smækka samtímis og þær brjóta úr botn- inum. Graftargeta með þessari aðferð fer eftir straumhraða og það í öðru veldi og stærð kornanna, sem vatnið ber með sér. Sé ein- göngu þessum graftarmáta til að dreifa, verða brátt ekki neinir steinar í hlaupinu vegna þess að þeir núast niður í fínan sand og mélu. Þessi graftarmáti er að sjálfsögðu mikilvægur í sambandi við hlaupið, vegna þess að straumhraðinn er svo gífurlegur, og alls staðar er nóg af grjóti, en það er losað úr klcipp. Það, sem höfundur hyggur, að losi þetta grjé)t og valdi stórkost- legasta greftinum á örstuttum tíma, er fyrirbæri, sem á verkfræði- máli er kallað „cavitation", en ég legg til, að verði kallað holun á íslenzku. Holun á sér stað, ef straumhraði er mjög mikill, og getur þá innri þrýstingur í vökvanum orðið minni en gufuþrýstingur, og myndast þá gufubólur, sem aftur falla saman með sprengingar- áhrifum. Holunin er oft alvarlegt vandamál í sambandi við vatns- virkjanir, þar sem vatnshjól, og stundum leiðslur líka, vilja holast af þessum sökum. Reiknað helur verið út, hver straumhraði þarf að vera, til þess að holun eigi sér stað, og virðist það vera á straum- hraðabilinu 15—20 m á sek. (Scheidegger 1961). í venjulegum ám næst þessi straumhraði yfirleitt ekki nema smávegis í fossum, en í hlauphamförum næst hann auðveldlega. I hlaupinu í Jökulsá á Fjöllum má reikna með, að straumhraðinn liafi verið margir tugir metra á sekúndu, þar sem gröfturinn er mestur. Hann hefur því nægt vel til þess að mjög mikil holun hefur átt sér stað. Sprengi- áhrif holunarinnar eru því aðalgraftarvaldur í hlauphamförum. í hlauphamlörum er flutningsgetan lítt takmörkuð. í straum- hraða þeim, sem hér er um að ræða, þá berast burtu allar stærðir af björgum, sem losnað geta úr basalti. 1 því sambandi er rétt að hafa í huga, að basalt er alltaf sett stuðlasprungum í einhverri mynd, og þvermál stuðla er sjaldan mikið yfir 1 m, og í mesta lagi að það nálgist 2 m. Stærstu korn, sem losnað geta úr basalti, eru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.