Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
31
útreiknaðar um flóðfarveginn og hlaupið.
Meðal- breidd km Average width km Meðal- dýpi m Average depth m Meðal- liraði m/sek Average velocity m /sec Samtíma vatnsmagn G1 Instant- aneous volume of xuater, Gl Rennslistími í gcgn í hámarki I'low dura- ticn through at max. discharge Minnsta breidd km Min. width km Mesta meðal- dýni, m Max. mean depth, m Mesti meðal- hraði m/sek Max. mean velocity m /sec
(23) 11,5 3,0 4,0 688 1 kls 24 mln 6,0 6,0 8,0
8 3,6 4,8 980 1 kls 58 mín 3.5 8,2 10,9
6 5,2 4,2 1.152 2 kls 23 mín 2,0 15,6 14,2
7 5,3 3,6 1.197 2 kls 52 mín 3,0 12,3 8,4
1,5 7,6 11,8 266 39 mín 0,4 28,5 37,5
(U) (4,4) 3,1 660 1 kls 37 mín 4,5 11,0 6,0
4.943 10 kls 53 mín
7. Uppruni hlaupvatnsins og heildarmagn.
Upptaka hlaupsins er vafalítið að leita inni á hjarnbungum
Vatnajökuls. Hefur þá helzt komið í hugann Kverkfjöll, og er það
í samræmi við núverandi útlit Vatnajökuls. En fyrir 2500 árum
getur Vatnajökull hafa litið allt öðruvísi út heldur en í dag. Hann
hefur sennilega verið miklu minni, þótt í Kverkfjöllum hafi ef til
vill verið mjög myndarlegur jökull á þeim tíma. Þessi tími er ein-
mitt kuldaskeið, sem hófst í byrjun járnaldar á Norðurlöndum,
2700 árum fyrir okkar daga. Þetta kuldaskeið hefur staðið í nokkr-
ar aldir, þegar hlaupið verður. Sigurður Þórarinsson (1956) hefur
fundið, að skriðjöklar Öræfajökuls liafa náð svipaðri útbreiðslu á
):>essu kuldaskeiði og þeir náðu mestri á síðustu öld. Hinir stóru,
flötu jöklar hafa ekki haft tíma til þess að verða neitt svipað því
eins stórir þá og á síðustu öld.
Við þurfum því ekki að hugsa okkur landslag í kringum Vatna-
jökul það sama og nú er. Vatnajökull sjálfur og skriðjöklar hans
kunna að liafa verið ntikið minni en jöklarnir á hæstu tindum lítið
minni en þeir eru í dag, eða jafnvel eins stórir. Þetta gerir, að