Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 40
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hlaupvatnið hefur getað komið hvaðan sem er á svæðinu frá Kverk- fjöllum til Grímsvatna og upp í Bárðarbungu. Þetta kann að hafa verið stórt jökulstíflað vatn eða sigdæld, t. d. sigdæld Kverk- fjalla eða jafnvel Grímsvatna. Heildarvatnsmagn hlaupsins hefur ekki verið undir 10 km3, og sennilega töluvert meira. Samtíma vatnsmagn, þegar allur flóðfarvegurinn er fullur, er 5 km3, sbr. töflu 2. Erfitt er að hugsa sér, að heildarvatnsmagnið hafi verið minna en sem samsvaraði tveimur fyllingum flóðfarvegsins, og stóð það þá minna en 2 sólarhringa. Til þess að fá mjög háan topp í jökulhlaupi miðað við heildar- rennsli, hefur Sigurður Þórarinsson (1957) sýnt fram á, að halli frá upprunastað vatnsins niður á jökulsporð þarf að vera mikill. Þannig er heildarrennslið í hlaupi frá Kötlu tiltölulega lítið, en flóðtoppurinn mjög stór, en halli er þar líka mjög mikill. Sams konar skilyrði geta verið fyrir hendi í Kverkfjöllum. Inn af Kverk- inni er lægð, sem með góðum vilja er hægt að áætla um 20—25 km2 að stærð. Með gosi inn af Kverkinni þarf að bræða hvorki meira né minna en um 400 m þykkt jökullag af Kverkfjöllum til þess að fá 10 km3 af vatni. Annar uppruni tengdur eldvirkni er, að hlaupið hafi komið úr Grímsvötnum og leiðin til suðurs hafi vegna jökla verið lokaðri en leiðin til norðurs. Rúmmál er þar nægjanlegt. En ef til vill er líklegast þó, að hlaupvatnið sé ekki myndað af eldvirkni, heldur í jiikulstífluðu vatni einhvers staðar á svæðinu frá Kverkfjöllum til Bárðarbungu og suður fyrir Gríms- vötn. Þá þarf ekki að takmarka vatnsgeyminn mjög naumt, því að þetta er stórt svæði og með möguleika á stórum jökulstífluðum vötnum í dal þeim, sem gengur inn milli Kverkfjalla og Bárðar- bungu í framhaldi Jökulsár til suðurs. Landið undir Vatnajökli er svolítið þekkt vegna jarðsveiflumæl- inga, sem þar voru gerðar árið 1951. Jón Eyþórsson (1952) ritaði grein með niðurstöðum þessara mælinga, og birtist þar hæðarlínu- kort af undirlagi Vatnajökuls. Með smáleiðréttingum á því er vel hægt að búa til landslag á vatnaskilum Jökulsár á Fjöllum og Skeið- arár, þar sem 100—300 km2 vatn er jökulstíflað, — í norðri af skrið- jöklum Kverkfjalla og Bárðarbungu, en í suðri af skriðjöklum frá Háubungu og Grímsfjalli. lllaupvatn úr svona vatni getur numið tugum km3 og hlaupið þá staðið í vikur. Sennilegast er, að hér séu upptök hamfarahlaupsins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.