Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 44
36 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Code) voru samþykktar í Englandi árið 1842. Meðal þeirra, sem þar lögðu hönd á plóginn, var Damin, faðir þróunarkenningarinnar. Þess- ar reglur náðu aðeins til aðalatriða, en hafa þó verið sá grundvöllur, sem allar seinni reglur byggðust á. Síðar voru samþykktar reglur urn nafngiftir dýra í Ameríku 1877, Frakklandi 1881, Þýzkalandi 1894, og reglur um nafngiftir fugla voru samþykktar í Ameríku árið 1885. Ennfremur voru samþykktar reglur um nafngiftir steingervinga á al- þjóðlegu jarðfræðingaþingi, sem haldið var árið 1881. Á seinni hluta 19. aldar var þegar orðið mjög aðkallandi að fá sam- þykktar alþjóðlegar reglur um nafngiftir dýra, því að allar eldri reglur voru á margan hátt staðbundnar. Þannig voru t. d. reglur þær, er samþykktar voru árið 1892 og kenndar við París og Moskvu. Þóttu reglur þessar áberandi franskar. Það var ekki fyrr en árið 1905, að fyrstu alþjóðareglurnar komu út eftir mikið þref og þras. Voru þær á frönsku með enskri og þýzkri þýðingu (Regles intemationales de la Nomenclature zoologique). Á næstu áratugum voru gerðar ýmsar end- urbætur á reglurn þessum, einkum á alþjóðlegum dýrafræðiráðstefnum og af sérstakri alþjóðanefnd um nafngiftir dýra. A 15. alþjóðaþingi dýrafræðinga, sem haldið var í London sumarið 1958, var síiðan samþykkt að gefa út nýjar reglur um nafngiftir dýra, og eru þær tilefni þessara skrifa. Fyrsta útgáfa af reglum þessum kom árið 1961 bæði á ensku og frönsku (International Code of Zoological Nomenclature adopted by the XV International Congress of Zoology, London, July 1958). Önnur endurbætt útgáfa kom þrem árum síðar. Nokkur atriði úr nafngiftareglum. Skal nú drepið á þýðingarmikil atriði í hinum alþjóðlegu nafngifta- reglum dýra, ef það mætti verða til nokkurs gagns þeirn lesendum, sem einhverra hluta vegna þurfa að fást við latnesk dýranöfn. Þó skal það strax tekið fram, að það sem hér fer á eftir, eru aðeins fáein aðalatriði og alls ckki tæmandi á neinn hátt. Eins og þegar hefur verið getið, lagði Linné grundvöllinn að þeirri vísindalegu nafngiftaraðferð, sem við notum í dag. Hann gaf hverri tegund nafn myndað úr tveim orðum (binomen). Fyrra orðið er ætt- kvíslarheitið, sem oft er sameiginlegt fyrir fleiri tegundir, og skal það ætíð ritað með stórum upphafsstaf. Seinna orðið er eiginheiti tegundar- innar og skal það alltaf skrifað með litlum upphafsstaf, jafnvel þó að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.