Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 44
36
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Code) voru samþykktar í Englandi árið 1842. Meðal þeirra, sem þar
lögðu hönd á plóginn, var Damin, faðir þróunarkenningarinnar. Þess-
ar reglur náðu aðeins til aðalatriða, en hafa þó verið sá grundvöllur,
sem allar seinni reglur byggðust á. Síðar voru samþykktar reglur urn
nafngiftir dýra í Ameríku 1877, Frakklandi 1881, Þýzkalandi 1894,
og reglur um nafngiftir fugla voru samþykktar í Ameríku árið 1885.
Ennfremur voru samþykktar reglur um nafngiftir steingervinga á al-
þjóðlegu jarðfræðingaþingi, sem haldið var árið 1881.
Á seinni hluta 19. aldar var þegar orðið mjög aðkallandi að fá sam-
þykktar alþjóðlegar reglur um nafngiftir dýra, því að allar eldri reglur
voru á margan hátt staðbundnar. Þannig voru t. d. reglur þær, er
samþykktar voru árið 1892 og kenndar við París og Moskvu. Þóttu
reglur þessar áberandi franskar. Það var ekki fyrr en árið 1905, að
fyrstu alþjóðareglurnar komu út eftir mikið þref og þras. Voru þær á
frönsku með enskri og þýzkri þýðingu (Regles intemationales de la
Nomenclature zoologique). Á næstu áratugum voru gerðar ýmsar end-
urbætur á reglurn þessum, einkum á alþjóðlegum dýrafræðiráðstefnum
og af sérstakri alþjóðanefnd um nafngiftir dýra.
A 15. alþjóðaþingi dýrafræðinga, sem haldið var í London sumarið
1958, var síiðan samþykkt að gefa út nýjar reglur um nafngiftir dýra,
og eru þær tilefni þessara skrifa. Fyrsta útgáfa af reglum þessum kom
árið 1961 bæði á ensku og frönsku (International Code of Zoological
Nomenclature adopted by the XV International Congress of Zoology,
London, July 1958). Önnur endurbætt útgáfa kom þrem árum síðar.
Nokkur atriði úr nafngiftareglum.
Skal nú drepið á þýðingarmikil atriði í hinum alþjóðlegu nafngifta-
reglum dýra, ef það mætti verða til nokkurs gagns þeirn lesendum, sem
einhverra hluta vegna þurfa að fást við latnesk dýranöfn. Þó skal það
strax tekið fram, að það sem hér fer á eftir, eru aðeins fáein aðalatriði
og alls ckki tæmandi á neinn hátt.
Eins og þegar hefur verið getið, lagði Linné grundvöllinn að þeirri
vísindalegu nafngiftaraðferð, sem við notum í dag. Hann gaf hverri
tegund nafn myndað úr tveim orðum (binomen). Fyrra orðið er ætt-
kvíslarheitið, sem oft er sameiginlegt fyrir fleiri tegundir, og skal það
ætíð ritað með stórum upphafsstaf. Seinna orðið er eiginheiti tegundar-
innar og skal það alltaf skrifað með litlum upphafsstaf, jafnvel þó að