Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 46
38 N ÁTTÚRUFRÆÐl N G U RI N N undinni (eða undirtegundinni) viðkomandi nafn, og þar að auki það ártal, er gefur til kynna fyrstu notkun á prenti. Höfundarnafn og ártal eru aðskilin með kommu, en hvorki skal vera punktur né komma milli höfundamafns og tegundarheitis (eða undirtegundarheitis). Tökum sem dæmi Buccinum undatum Linné, 1758. Tegund þessi er nefnd beitukóngur á íslenzku og tilheyrir sæsniglum. Vegna stöðugrar endurskoðunar á flokkuninni, sem óhjákvæmilega á sér stað, vcgna þess að nútíma flokkunarfræði reynir svo sem unnt er að taka tillit til innbyrðis skyldleika, getur hæglega farið svo, að tegund færist til milli ættkvísla. Skal þá settur svigi umhverfis höfundarnafn og ártal, t. d. Arctica islandica (Linné, 1767), en Linné taldi kúfskelina upphaflega tilheyra ættkvíslinni Venus og gaf henni nafnið Venus islandica. Fari nú svo, að tegund sé flutt yfir í ættkvísl þar sem tegund með sama tegundarheiti er fyrir, þá heldur sú þeirra, sem fyrr hafði fengið tegundarheitið sínu nafni óbreyttu, en hin verður að fá nýtt nafn. Nafn höfundar ætti aldrei að stytta þannig, að valdið geti misskilningi. Sama er að segja um sjálf dýranöfnin. Æskilegt er, að latnesk nöfn tegunda séu prentuð með lctri frábrugðnu því, sem notað er í meðfylgjandi texta. Oftast era þau skáletruð. Hins vegar eru höfundamöfn og ártöl prentuð með sams konar letri og textinn. Nöfn á stærri flokkunarfræðilegum einingum: ætt (endar á -idae), ættbálki, flokki og fylkingu, ætti einnig að prenta með sams konar letri og textann. I vísindalegu verki ætti að minnsta kosti einu sinni að rita óstytt höfundamafn ásamt ártali með nafni á tegund, sem verið er að fjalla um. Óþarfi er að gera þetta í hvert skipti, sem nafn tegundar- innar er skrifað í sömu ritsmíð, því að það yrði alltof þunglamalegt. í flokkunarfræðilegu vcrki, þar sem einstakar tegundir eru teknar til rannsóknar, ætti að minnsta kosti einu sinni að hafa nákvæma tilvitnun í það rit þar sem viðkomandi tegund var upphaflega lýst og gefið nafn. Til þess að nafn, sem gefið er ákveðinni tegund, lifandi eða útdauðri, sé nægilega traust, er nauðsynlegt að festa það með svokölluðu týpu- eintaki. Venjulega er notað það cintak, sem var til grundvallar fyrstu lýsingu á tegundinni á prenti (holotypus). Skal eintak þetta að sjálf- sögðu vandlega geymt, svo að ekki týnist. Þá má finna ýmislegt í nafngiftareglunum um skilyrði, sem uppfylla þarf, svo að nýtt nafn sé gilt, t. d. varðandi birtingu þess í fyrsta sinn. Skal það gert á prenti og má viðkomandi rit ekki hafa alltof takmark-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.