Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 50
42
NÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
Theódór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi:
Um venjur og viðbrögð fálka á varpstöðvum
I Náttúrufræðingnum, 1.—2. h. 1972, er ritgerð með yfirskriftinni:
„Athuganir á varpháttum fálka (Falco rusticolus) í Mývatnssveit,
1960—4969“, eftir Sven-Axel Bengtson. En þar sem sjón mín er nú
orðin svo bág, að ég get ekki lesið, þá fékk ég annarra augu til aðstoðar
og lagði sjálfur eyru við. Þessi ritgerð er með ágætum vel samin og
sýnir niðurstöður margra ára rannsókna á varptíma fálka, hve lengi
hann situr á, þar til ungar koma úr eggi, einnig venjulegan fjölda þeirra
í hreiðri, og hve lengi þeir eru að verða fleygir.
Þetta er allt sýnt á mjög ljósan hátt og hverjum manni skiljanlegt.
Ritgerðin er því mikill fengur fyrir þá, sem hafa gaman af að kynna
sér þennan þátt í lífsbaráttu íslenzka fálkans.
Otal minningamyndir birtust mér á meðan ég hlustaði á lesturinn.
Þar sem fálkar léku þar aðalhlutverkin, stóðst ég ekki þá freistingu að
fara um sumar þeirra nokkrum orðum, þó ég væri búinn að sætta mig
við að hafa sagt mitt síðasta orð um fálka. Ég vil þó strax taka það
fram, að í öllum megin atriðum er ég sammála niðurstöðum Sven-Axel
Bengtson, á þeim tíma, sem þær eru gerðar. Þó skeður þar ýmislegt
fleira, sem gaman er að rifja upp úr safni minninganna, ef verða mætti
til þess, að fálkanum okkar yrði veitt meiri eftirtekt, þegar hann ber
fyrir augu, eða rödd hans berst að eyrum ofan úr heiðríkjunni.
Þegar ég byrjaði að veita fuglum eftirtekt, var það fálkinn, rjúpan
og svo hann krummi gamli, sem freistuðu mín mest. Og segja má, að
alla daga hafi ég átt heima í því umhverfi, sem rjúpur og fálkar hafa
unað sér bezt og byggð þeirra orðið þéttust á þessu landi.
í Jökulársgljúfrum einum munu vera yfir þrjátíu staðir, þar sem fálk-
ar og hrafnar hafa verpt. Og á þeim tíma, sem ég hef fylgzt með varp-
stöðvum fálka, hafa þar ávallt verpt frá einum og upp í sex fálkar sama
vorið, svo ömggt sé, og er þá Asbyrgi talið með. Það eru því margar
minningar, sem ég á um þá úr næsta nágrenni mínu í öll þessi ár. Hér
verður þó ekkert hróflað við öðrum en þeim, sem eitthvað cru í tengslum
við varptíma fálka og unga þeirra á vaxtarskeiði fram undir haust.