Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 54
46 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN með í nær 60 ár. En alltaf geta slys komið fyrir. Oftast munu þau verða á þann hátt, að þeir detta niður úr hreiðrunum, þar sem stór- grýti eða straumþung á er neðan við. Til sannindamerkis um það, þá var ég eitt sinn fyrir mörgum árum að svipast eftir fálkahreiðri í kletta- þyrpingu við Jökulsá, þar sem ég vissi að hrafnar komu oft upp ung- um. Þá voru liðin um tíu ár frá því ég kom þar síðast. Og það fór eins og ég bjóst við. A óvenju fyrirferðarmiklum laup, sem krummi hafði byggt af miklum dugnaði og oft notað, sátu þrír næstum fleygir fálkaungar. Hann var í hellisskúta efst í ókleifum kletti minnst 30 metra ofan við stórgrýtta grjóteyri. Á milli steina á eyrinni rakst ég á þrjár beinagrindur. Tvær voru af hröfnum en ein af fálka, nálega hálfvöxn- um. Nefið á þeim bar öruggt vitni um ætternið. Og það á vel við að skjóta því inn í hér, að þessir fáu fálkaungar, sem ég hef fundið dauða, hafa næstum allir legið neðan við hrafnadyngjur. Mætti draga af því þá ályktun, að yztu brúnir laupsins séu lausari undir fæti heldur en bergnafirnar, sem feður þeirra hafa frá upphafi valið umhverfis vöggu barna sinna. I þessu sambandi hef ég gaman af að geta þess, að ég hef oft séð fálka- unga drita í hreiðri. Síðast var það í júní 1969 í björgunum, austan við Vesturdal, sem er skammt suðvestur frá Hljóðaklettum í Jökulsár- gljúfrum. Þar voru þrír, nálega fullvaxnir fálkaungar, sem höfðu fyrst séð dagsins ljós í stórri sprekadyngju eftir krumma. Þá bar líka svo við, að í björgunum vestan við dalinn, nokkru sunnar, átti krummi unga. Þeir nágrannarnir gátu séð úr bæjardyrunum, hvað helzt bar til tíðinda umhverfis mótbúandann. Ég kom mér fyrir á góðum stað, skammt frá fálkaungunum án þess að þeir sæju mig. Ætlunin var að hljóðrita raddir foreldra þeirra. En það fór á annan veg. Síðar kom í ljós, að móðirin varð ein að sjá um matföng handa ungunum og hefur þetta kvöld gengið erfiðlega, enda var þolinmæði mín og þeirra, er með mér voru þrolin cftir 3 tíma. Ég sá hverja hreyfingu fálkaunganna, en þeir stóðu mikið hreyfingar- lausir. Skyndilega fer þó einn að hreyfa sig og skálmar fram á yztu brún laupsins. En ósköp var að sjá, hve hann virtist reikull í spori og gangurinn stirðlegur. Þegar hann var kominn út á yztu brún dyngj- unnar, snýr hann sér við, beygir sig svo, að bakið varð næstum lárétt og skvetti ljósri gusu langt út fyrir brúnina. Síðan skálmaði hann aftur á sinn stað, og sneri sér fram. FÓr þá annar á hreyfingu og endurtók nákvæmlega sömu atliöfnina. Síðast kom sá þriðji og fór eins að. Það er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.