Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 47 líka ólíkt þrífalegra í hreiðrum fálka en hrafna. Ég óskaði að við hlið mína þessa stund, hefði verið Osvaldur Knudsen, kvikmyndatökumaður, til að festa þessa virðulegu athöfn á filmu. Rjúpan er lífsréttur fálkans. Þegar gnægð er af rjúpu, er frjósemi og heilsufar fálkans í bezta lagi. Þegar hún er aftur á móti mjög fáliðuð og fálkinn verður að neita annarrar fæðu, fer heilsufarið úr skorðum sérstaklega fyrir ungana. Ég hef öruggar heimildir fyrir því, að þegar fálkar verða að fæða unga sína að mestu á sjófuglum og þá aðallega á lunda, fá þeir bólgur í kok og háls venjulega með þeim afleiðingum, að þeir veslast upp og deyja, sumir þó ekki fyrr en eftir að þeir eru fleygir. Þetta sögðu mér þrír menn, sem ég þekkti að glöggskyggni og höfðu þeir sjálfir hand- leikið ungana dauða. Mennirnir voru áðurnefndur Björn hreppstjóri í Lóni, nágranni hans Ólafur Jónsson á Fjöllum og Egill Sigurðsson á Máná á Tjörnesi. Sá síðastnefndi sagði mér líka margar spaugilegar sögur af fálkum á lundaveiðum. En allir vita að lundinn hefur sterkt nef og beitir því af ótrúlegri harðneskju, ef hann á líf sitt að verja. Allir þessir heimildarmenn mínir eru nú komnir úr kallfæri, en með þeim glataðist mikill fróðleikur. Sömu árin, sem fyrmefndir fálkaungar dóu, komust upp fálkaungar í Jökulsárgljúfrum, enda hefur þar aldrei verið eins mikil rjúpnaþurrð og oft er við sjóinn. Samt hafa fundizt þar dauðir ungar, sem voru orðnir fleygir og af sömu ástæðu, en aðeins tveir, svo ég viti. Eftirfarandi staðreynd bendir glögglega á hversu fálkar sækja fast eftir rjúpnakjöti: Veturna 1958—1962, var illu heilli fyrirskipað með lögum að eitra fyrir refi og eitrinu þá frekast komið fyrir í rjúpum. Fyrstu vorin fundust nokkrir dauðir fálkar og mcira að segja tveir saman, við þessar eiturrjúpur, sem sáust vel, þegar fór að auðnast, því oft höfðu þá hrafnar reytt þær eða fært úr stað. í eðli sínu eru þó fálkar engar hræætur eins og t. d. krummi. Hvernig tilreiða fálkar villibráð handa ungum sínum? Snemma furðaði ég mig á því, hve lítið bar á dún umhverfis fálka- hreiður, þar sem ég vissi, að fæða þeirra var næstum eingöngu rjúpna- kjöt. En fljótt komst ég að því, hver ástæðan var. 1 júní, þegar ég var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.