Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 56
48
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í grenjaleitum, var það öruggt merki um, að fálkar ættu unga, ekki
mjög langt frá þeim stöðum þar sem ég rakst á dúnflekki af rjúpum,
en ekkert annað af þeim. A veturna fóru þeir allt öðru vísi að. Þá
lágu venjulega eftir vængimir af þeim áfastir við biingubeinið, innyfli
og fóam, þó ekki væri það alltaf. Þetta var grunsamlegt. Til hvers
voru fálkamir að reyta rjúpuna þar sem þeir drápu hana, fyrst þeir átu
hana ekki? En gátan var ráðin af þeim sjálfum. Eg kom þá eitt sinn
fram á hamrabrúnir, án þess að vita, að þar væri fálkahreiður, fyrr
en annar fálkinn tilkynnti það með háværum kallhljóðum og stefndi á
mig, með geysihraða. Þama vom fimm, næstum fullvaxnir ungar, sem
kúrðu sig niður, en nef þeirra og stóru, kringlóttu augun leyndu sér
ekki. Þeir bærðu ekki á sér enda glumdu viðvörunarköll fálkans í
klettunum. Eftir örlitla stund kom annar fálki aðvífandi á mikilli ferð.
Ég sé, að hann hefur eitthvað í klónum. Þegar hann sér mig, beygir
hann til hliðar og sezt á hátt barð, þar sem björgin voru hæst. En það
tók ekki nema augnablik. Þá kemur hann beint til mín og rcnnir sér
skammt frá, en um leið tekur hann undir við maka sinn, sem var kom-
inn í vígahug. Ég tók sprettinn út á barðið, þar sem fálkinn settist, og
fann strax það, sem ég óskaði. Þar lá nýdrepin rjúpa, hauslaus og svo
vel reytt, að það minnti mig á, þegar ég, strákurinn var að plokka
rjúpur í jólasteikina. Allar stélfjaðrirnar vom horfnar og meira að
segja var ekki annað eftir af handflugfjöðrunum en ofurlitlir stubbar.
Að öðru leyti var rjúpan heil nema höfuðið vantaði. Þannig bera
fálkamir villibíáðina til unga sinna og jafnvel þó þeir séu nálega full-
vaxnir. Á hinn bóginn hef ég ótal sinnum fundið leifar eftir fálka, sér-
staklega á vetrum, þar sem ekki hcfur verið annað eftir af rjúpunni en
vængimir ásamt bringubeini og því, er áður greinir ásamt innihaldi
sarpsins. Gubbur fálka sýna það líka bezt, hvemig þeir hafa hámað
fiðrið með og jafnvel lærin í heilu lagi, ásamt fæti og klóm.
Eitt sinn sá ég dökkan fálka, sem kom aðvífandi að hreiðri, þar sem
ég hafði áður séð fálka á eggjum. Þessi fálki hafði eitthvað í klónum.
Hann settist á bjargbrún, skammt frá hreiðrinu, sem var mér hulið,
þaðan sem ég stóð. Eftir litla stund eru fálkarnir orðnir tveir. Sá að-
komni var miklu ljósari og taldi ég víst, að það væri kvenfuglinn, maki
hans. Það leyndi sér heldur ekki, að þeim kom vel saman, því sá
síðamefndi fór strax að rífa sundur fuglinn, en sá dökki, sem kom
með hann, sat hinn kirfilegasti og horfði á. Eftir skamma stund flaug
hann burtu.