Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 49 Mér flaug í hug refur, sem kemur heim á greni með eitthvað góð- gæti handa kellu sinni og leggur það í skorning skammt frá, því hann vill ekki ónáða hana, ef hún liggur á ungum yrðlingum. Hann veit sem er, að hún verður ekki lengi að finna það. Slík tillitssemi, ásamt fleiru, bendir ótvírætt til þess, að sambúð fálka sé engin dægurfluga, heldur haldi þau saman meðan ævi endist ,eins og hrafnar og álftir. Að fálkaungar haldi sig í grennd við hreiðrið nokkurn tíma eftir að þeir verða fleygir, eins og greinarhöfundur hefur orðið var við, er staðreynd. Allan þann tíma virðist annað hvort foreldrið vera á næstu grösum og hafa gætur á þeim. Ein bezta sönnun þess er sú, þegar ég hef gengið á kallhljóð fleygra fálkaunga, sem setið hafa á hamrabrún- um, eða á syllum, þar sem ég hef ekki komið auga á þá, — því sýnið á þeim er aíleitt — þá hefur komið fálki á hraða flugi yfir mig og tilkynnt hvellum rómi, að þarna sé ég óvelkominn gestur. Raddir fálka- unga fram eftir hausti eru ólíkar röddum foreldranna, enda eru þeir síðamefndu venjulega alveg þögulir, þegar þeir sitja. Vorið 1970 verpti fálki í Jökulsárgljúfrum, þar sem engin leið var að komast nálægt hreiðrinu eða sjá í það, nema í sjónauka frá gljúfur- barminum hinum megin. Á sama tíma verpti líka fálki í Hafrafelli hér í sveit. Auðvelt var að komast að því hreiðri og einnig að dyljast ör- stutt frá því, en sjá þó allt vel, sem þar gerðist. í hreiðrinu vom tveir ungar, um þriggja vikna gamlir. Strax og mér var sagt frá þessu, lét ég Jón Baldur Sigurðsson, sem þá var í stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags, vita það. Hann hafði beðið mig undanfarin vor að láta sig vita strax, ef ég vissi um fálka- hreiður með ungum, þar sem auðvelt var að komast að því, svo hægt yrði að kvikmynda þar allar aðfarir foreldra og unga. Þetta hafði þann árangur, að innan fárra daga, voru komnir hingað norður brezkir fugla- fræðingar eftir tilvísun Jóns Baldurs. Þeir kornu á stórum fjallabíl frá Reykjavík. í honurn gátu þeir sofið og haft þar alla hentisemi. Þeir voru þrír sarnan og alveg sérstaklega aðlaðandi og gamansamir náung- ar. Sá, sem þar var aðalmaður og réð ferðinni heitir sir James Steel, en sá, er skrifaði mér mest um árangur ferðarinnar heitir George Wall. Eftir leiðbeiningum kunnugra gátu þeir félagar ekið á þann stað, sem þeir töldu heppilegastan að dvelja, í hæfilegri fjarlægð frá fálkahreiðr- inu. Þama héldu þeir til í þrjá sólarhringa. Þeir komu síðla dags 15. júní og fóru ekki fyrr en að kvöldi þess 18. s. mán. 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.