Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 58
50
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN
Allan þennan tíma var yndislegt veður, oftast logn og sólroðnar nætur
og sérstaklega góð skilyrði til myndatöku, enda virtust þeir félagar í
sjöunda himni yfir dvöl sinni þama og árangri hennar. Aldrei fyrr höfðu
þeir haft náin kynni af förufálkum (Falco percgrinus) við sömu að-
stæður.
Tvennt var það, sem mér þótti merkilegast af því, sem þeir sögðu
mér. Það fyrra, að fálkarnir ólu unga sína að langmestu leyti á skógar-
þröstum (redwings). Þeir félagar undruðust hve mikil mergð var af
þeim þama, en neðstu hlíðar Hafrafells, að vestan og norðan, eru líka
þakktar þéttum skógi. Hitt voru dekurhljóð karlfálkans, þcgar hann kom
með bráð til unga sinna. Þessum hljóðum lýsti Mr. Well í bréfi, þar
sem hann segir, að þeir hafi ekki minnst þcss að hafa heyrt þau áður.
Meðfylgjandi mynd tók hann eitt sinn af kvenfuglinum við hreiðrið.
Þessir fálkaungar urðu ekki fleygir, fyiT en um miðjan júlí. Þeir
sáust þar í nágrcnni næstu vikur. Að öllum líkum hefur ungamóðirin
ekki byrjað að verpa, fyrr en um mánaðamótin apríl maí. í því sam-
bandi birtast margar minningamyndir af fálkum við hreiður.
Mér hefur fundist — að öðm jöfnu — að þeir fálkaungar, sem kom-
ið hafa snemma úr eggi, séu fleiri í hreiðri cn hinir, sem eru seint á
ferð. Ætti ég að gera mun á því eftir áratuga kynni, yrði meðaltalið
af þeim fyrri, þrír til fjórir ungar í hreiðri, en af hinurn síðari
tveir til þrír. Það leiðir aftur á móti hugann að því, að frost séu
ekki eins hættuleg eggjum, eins og margir telja. Þetta á jafnt við um
fálka og hrafna, sem verpa fugla fyrstir. Þar kemur líka fleira til greina.
Eldri fálkar munu áreiðanlega verpa fyrr en þeir, sem verpa í fyrsta
og annað sinn. Tel ég vafalítið að oft muni það tveim til þremur vik-
um. Tíðarfar mun þarna líka hafa talsverð áhrif eins og greinarhöfund-
ur tekur réttilega fram. Þá verður því heldur ekki á móti mælt, að
gamlir fálkar hugsa betur um egg sín og unga en hinir. Þeir fyrr-
nefndu eru líka ólíkt afkastameiri að afla fæðu handa ungum sínum. A
því er reginmunur. Það geta því verið eðlilegar ástæður fyrir því, að
ungar í hreiðrum foreldra á fyrstu búskaparárum séu færri en hjá hin-
um, sem hafa reynsluna að baki.
Ekki veit ég til þess, að nokkurn tíma hafi verið tekin egg undan
fálkum né hröfnum í Jökulsárgljúfrum, svo ekki þarf um seinna varp
að ræða. Og ekki hef ég heldur orðið var við annað, en kvenfálkinn
einn annist útungun eggja sinna, eins og krummi. Marga hrafna hef
ég skotið að vorlagi, og aldrei hef ég orðið var við hreiðurblett á karl-