Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 61
N ÁTT ÚRUFRÆÐ ÍNGURINN
53
sem beinlínis snertir rákirnar í Ásbyrgi, urðu þessar athuganir til
þess að bregða ofurlítilli birtu á sögu síðjökulstímans á norðaustur-
hluta landsins.
Hraunið í Ásbyrgi er dyngjuhraun
komið ojan af Reykjaheiði.
í veggjum Ásbyrgis sést aðeins eitt hraun af þeirri gerð, sem
nefnd ern beltuð og einkenna framar öðru dyngjurnar. Þessu
hrauni má fylgja frá Ástjörn upp með farveginum, sem þangað
liggur, alveg austur að Jökulsárgljúfri. Þar í gljúfurvegginum sést,
að hraunlögin í Ásliöfða liggja undir því og hallar lítils háttar til
suðvesturs (2. mynd). Landa nregin við Jökulsá er beltótta hraunið
ekki lengur efst, heldur liggur þar ofan á því 8 m þykkt einfalt
hraunlag dökkt í sárið og fínkornað. Yfirborð þess er vatnsnúið
og liggur víða á því stórgrýtismöl eins og títt er hér um slóðir.
Undirlagið er lítt harðnað sandlag. I.íklegast er þetta liraun runn-
ið frá gossprungunni, sem Hlóðaklettar eru hluti af, og augljóst, að
það gerðist, áður en gljúfrið grófst. I.eifar þessa hrauns finnast
einnig framan við gljúfrið niðri á jafnsléttu. Gömlu hraunlcigin
í Áshöfða eru sundurrist af sprungum og misgengjum (3. mynd),
sumum stórum, en þau ná ekki í gegnum Ásbyrgishraunið né held-
ur Hljóðaklettahraunið. I.jcist er einnig, að jöklar hafa sléttað yfir
og jafnað út mörg þessara misgengja og lítil hreyfing hefur verið
á þeim, eftir að landið varð íslaust. Ef reynt er að fylgja Ásbyrgis-
hrauninu til vesturs og suðvesturs upp í Kelduhverfisheiðina sést
hvergi mcíta fyrir hraunaskilum fyrr en á móts við Ingveldarstaði
og Kerlingarhc')l ofar í heiðinni, þar sem Hraungarðahraun á upp-
tök sín. Landinu hallar jafnt norður og norðaustur nema hvað
breiður slakki gengur suðsuðaustur í heiðina milli Undirveggs og
Meiðavalla. Þessi slakki er tilkominn vegna landsigs og gæti því
Ásbyrgishrannið hans vegna hafa runnið tir suðvestnrátt.
Þótt heiðin sé vel gróin, sést að næst Ásbyrgi hefur kypstur af
grjóti og framburði sezt til og víða sjást þar vatnsfarvegir, sem
kvíslast á ótal vegu (1. mynd). Þetta eru menjar hlaupa þeirra, sem
fjallað er um í grein Hauks Tómassonar (1973) hér á undan. Flóð-
setið er þykkast næst Ásbyrgi og þar ber hraunið augljós merki
svörfunar, en ummerki þess fjara út, er vestar dregur. Þó l'innst