Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 78
66
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Gróðurfar Hríseyjar ber meiri svip af gróðurfarinu í landi en gróð-
urfar Flateyjar og Hvalláturs, enda óbyggð. Kvistlendið hefur því hald-
ist þar betur.
Hér á eftir fer skrá yfir tegundir blómjurta og byrkninga í Flatey,
Hvallátri og Hrísey.
Einnig fylgir skrá yfir allmarga mosa, sem ég safnaði í Flatey,
Hvallátri, Skáleyjum og Svefneyjum. Er mosaríkið greinilega langauð-
ugast í Skáleyjum, enda er þar landslag fjölbreytilegast. Sjálfsagt vaxa
miklu fleiri mosategundir í Eyjunum en þetta, sem safnað var í flýti
og af handahófi.
Loks fylgir skrá yfir fuglategundir í Skáleyjum, gerð samkvæmt
margra ára athugunum Gísla E. Jóhannessonar hreppstjóra og Krist-
ínar systur hans. Sömdu þau skrána að tilmælum mínum 1971. Fugla
í Flatey er getið í ritgerðinni „Gróður í Vestureyjum á Breiðafirði“ er
birt var í Náttúrufræðingnum 41. árg. 1971, bls. 117. Er þar farið
eftir athugunum Hafsteins Guðmundssonar bónda í Flatey. Fuglar
bera mikið á í eyjunum og hefur það víða áhrif á gróðurfarið. Gróður-
lendum Flateyjar er ýtarlega lýst í fyrmefndri ritgerð.
Jurtaskrá Flateyjar 1970, Hvalláturs 1971 og Hríseyjar 1948
Tungljurt Botrychium lunaria
Lensutungljurt B. lanceolatum
Tófugras Cystopteris fragilis
Klóelfting Equiselum arvense
Vallelfting E. pratense
Mýrelfting E. paluslre
Móeski E. variegalum
Mosajafni Selaginella selaginoides
Mýrasauðlaukur Triglochin palustris
Hrossanál Juncus balticus
Blómsef J. triglumis
Mýrasef /. alpinus
Lindasef /. bufonius
Axhæra Luzula spicata
Vallhæra L. multiflora
Hrafnafífa Eriophorum Scheuchzeri
Flatey Hvallátur Hrisey
Hór og hvar X X
Akurey
Hér og hvar X X
Algeng X X
Hér og hvar X X
Hér og hvar X X
Óvíða X
Víða X X
Víða X
Óvíða X
(og tryppanál)
Óvíða X
Hér og hvar X
Vfða X
Algeng X X
Algeng X X
Óvíða X X