Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 86
74
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ára. Setin eru leirkennd, en að uppruna gosberg. Misþykkt þeirra er
talin stafa af því, að síðustu 5 millj. árin hafi sterkir djúpsjávarstraum-
ar flutt mikið set á þessar slóðir, en burt þaðan áður.
A stað 115, í ál milli hryggjarins og Rockall-banka, var búizt við að
bora gegnum allþykk setlög, en borun var hætt eftir 230 m. Þarna
skiptust á lin leirkennd setlög og önnur mjög hörð úr móbergssandsteini.
Eru þau síðarnefndu talin stafa frá eldgosum á íslandi á jökultíma, og
hafi borizt sem gruggstraumar út í hafdjúpin suður af landinu.
Staðir 116 og 117 voru á Hatton- og Rockall-bönkunum, sem ásamt
Orphan-hæðinni voru taldir meginlandsbrot. Náði önnur holan niður
á grunnsjávarset og völuberg næst ofan á blágrýti, og virðist hafa orðið
þama a.m.k. 1400 m landsig á Tertiertíma.
Aldursmælingar
Austast á Baffinlandi eru leifar hásléttu úr olivíndílóttu blágrýti, og
á Vestur-Grænlandi koma fyrir víðáttumikil samskonar hraunlög ofan á
setlögum frá lokum Krítartíma. Hefur ein K-Ar aldursmæling af hvor-
um stað (sjá Beckinsale o. fl. 1970) gefið aldurinn um 60 milljón ár,
en með víðum skekkjumörkum. Síðar gaus á Grænlandi þykkum lögum
af feldspatdílóttu bergi, auk þess að þar var ein megineldstöð virk, og
er vitað, að gosbergssvæðið nær langt út frá ströndinni. Óbirt aldurs-
ákvörðun á feldspatdílótta berginu (E.R. Deutsch og L. Kristjánsson)
frá Disko-eyju sýnir aldurinn 70 milljón ár, sem gefur nokkra hugmynd
um nákvæmni slíkra mælinga á blágrýti. Aldursgreiningar eru einnig
til á innskotum og umbreyttu bergi frá Peary-Iandi nyrzt á Grænlandi,
er sýna eldvirkni þar á tímabilinu fyrir milli 30 og 80 millj. árum.
(Dawes 1971).
Á Austur-Grænlandi eru þykk lög blágrýtishrauna og stórir innskots-
hleifar, og hafa mælzt 40—60 millj. ára (Beckinsale o. fl. 1970). Sömu-
leiðis hafa aldursmælingar á fimm hraunum frá Færeyjum (Tariing
1970) gefið aldurinn 53—59 millj. ár, en báðurn stöðum reynast
stundum „yngri“ hraunlögin vera undir hinum. Rockall-klettur, sem er
úr graníti, er samkvæmt nýjustu mælingum um 54 milljón ára. (Jones
o. fl. 1972).
Tertiert berg kemur og fyrir á Bretlandseyjum, bæði blágrýti og
súrt gosberg. Stærstu svæði þess eru á Norður-írlandi og á Suðureyjum,
en smærri innskot koma fyrir allt suður á þá staði, sem merktir eru