Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 107
NÁTTÚRUFRÆÐl NGURINN
95
virðist því ekki hafa tekið þátt í innflutningi burknategundanna. Um
innflutning jurta með fuglum er erfitt að daana; en sennilegast er, að
fáar tegundir hafi flutzt til eyjanna á þann hátt. Samkvæmt legu eyj-
anna ættu þær að hafa fjölbreyttan háplöntugróður, en svo er ekki. Alls
vaxa þar um 600 tegundir blómplantna og byrkninga. Mikið er þar
t.d. af þistla-tegundum svo og Akazíu-runnum, þymililjum (Agave)
og kaktusum. Ber sérstaklega mikið á þyrnóttum plöntum, svo að víða
er örðugt að komast leiðar sinnar um landið, þar sem þá einhvern gróð-
ur er að finna. Sums staðar inni á eyjunum eru svæði, sem sýnast í
fjarlægð vera vafin hinum glæsilegasta hitabeltisgróðri. En þegar á
staðinn er komið, kemur í ljós, að blóm og blöð, ef nokkur eru, vaxa
aðeins á efstu greinendunum, hitt er allt nakið. Annars er langt frá
því, að gróðurríki eyjanna sé fullkannað. Það er sums staðar afar erfitt
að komast upp í hálendi eyjanna, vegna þess að gróðurbeltin, sem þarf
að fara í gegnum, em ægilega þétt og þyrnótt. En samkvæmt fenginni
þekkingu á gróðrinum, þá er skyldleiki hans við gróður-
inn í Suður-Ameríku og Mið-Amcríku vissulega mjög náinn.
Aftur á móti er dýralífið miklu sérstæðara, og hefur um langan aldur
vakið óskipta athygli vísindamanna. Umhverfis eyjamar er sjórinn mjög
auðugur af alls konar fiskitegundum; ekki einungis Kyrrahafstegundum,
heldur líka tegundum úr Atlantshafi. Hér úir og grúir af túnfiskum,
flugfiskum, makríl og sverðfiskum. Mikið er einnig af lindýrum og kyn-
legum krabbadýmm. Þau dýr era aðalfæða sjófuglanna. Þá hafa loð-
selimir (Arctocephalus galapagensis), risaskjaldbökumar (Testudo elep-
hantopus) og sæeðlurnar (Amblyrhynchus cristatus) vakið mikla eftir-
tekt sér í lagi sæeðlan og risaskjaldbakan, því að hvomg þessi tegund
finnst nú annars staðar í víðri veröld. Fjöldi annarra eðlutegunda eru
hér, allt frá tveggja sm lengd og upp í 130 sm. Og skjaldbökutegundir
og afbrigði af þeim eru talin vera ekki færri en 250. Margar af teg-
undum þessum eru einlendar (endemiskar) á eyjunum og er það ekki
svo undarlegt, hitt er furðulegra, að tegundimar skuli vera ólíkar á
hinum mismunandi eyjum. Hver eyja hefur svo að segja sínar tegund-
ir af skjaldbökum og eðlum. En þetta hlýtur að stafa af því, að dýrin
hafa lifað einangruð um tugmilljónir ára og þróast í samræmi við þau
lífskilyrði, sem hver einstök eyja hefur haft upp á að bjóða. En með
dýr, eins og fuglana, sem geta flogið, ætti þessu að vera öðruvísi hátt-
að; enda er breytileikinn minni, hvað einstakar eyjar snertir, en þó
meiri en vænta mætti. Sumar tegundirnar eru þungar til flugs og hafa