Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 108
96
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
áreiðanlega haldiS sig á sömu eyjunni um aldaraðir. Margar þeirra
hafa upphaflega verið þær sömu og nú eru á meginlandi álfunnar, en
breytzt svo smátt og smátt; þær hafa orðið minni vexti, litur þeirra
hefur dökknað, nef og klær orðið öflugra og vængirnir og stélið hafa
stytzt. Hér eru nyrztu heimkynni mörgæsarinnar (Spheniscus mendi-
culus). Einhvern tíma í fyrndinni hefur hún farið of langt norður á
bóginn frá heimkynni sínu, suðurskautslandinu, og ekki tekizt að rata
heim til sín aftur. Nú unir hún lífinu vel á Narborougheyju og þarf
ekkert að skammast sín fyrir flugfjaðraleysið, því að líkt er á komið
með Dúdúskarfinum (Nannopterum harrisi) og henni; á hann heima
á sömu eyjunni og er eitt af hinum furðulegu fyrirbrigðum dýralífsins
þar.
Þeir náttúrufræðingar, sem athugað hafa fuglalíf eyjanna hafa líka
undrast það, hve niargir hvítingar eru meðal fuglanna; telja þeir þá
hlutfallslega miklu fleiri en annars staðar í heiminum.
Hvergi hefur þróun dýra, stig af stigi og náttúruval komið skýrar
í Ijós en á Skjaldbökueyjum. Það getur orðið álitamál, hvort Darwin
hefði nokkurn tíma skrifað bók sína um uppruna tegundanna, ef hann
hefði aldrei kynnzt dýralífinu á eyjum þessum.
Eins og fyrr er getið, er risaskjaldbakan ein af einlendum tegundum
eyjanna, en fundizt hefur af henni steingerðar skeljar í Chile, og bendir
það glöggt á háan aldur þessara eldbrunnu úthafseyja.
Á síðari öldum hefur risaskjaldbakan átt hættulega óvini og á það
jafnvel enn. Þessir óvinir eru menn og villihundar. Þeir síðarnefndu eru
afkomendur hunda, sem einhverjir sjófarendur hafa skilið eftir á eyjun-
um. Þeir eru svo grimmir, að þeir geta ráðið niðurlögum fullorðinnar
skjaldböku, ef þcir eru hungraðir. íbúar eyjanna hafa ekki til þessa
borið mikla virðingu fyrir þessum fágætu dýrum. Þau hafa verið drep-
in gengdarlaust. Aðgangsharðastir voru þó hvalveiðimenn, sem komu
þarna við og við, svo og landnemar frá Ekvador, sem stunduðu veiðam-
ar til að ná sér í hina svonefndu skjaldbökufitu. Risaskjaldbökurnar gefa
sem sé af sér verðmæta fitu eða olíu. Menn gengu bara að skjaldbök-
unni og klöppuðu á kollinn á henni, svo gæf var hún. En þetta vin-
gjamlega klapp mannsins breyttist stundum áður en varði í rétt og
slétt rothögg. Það sem bjargað hefur skjaldbökustofninum frá algerri
eyðingu er það, hve eyjarnar em erfiðar yfirferðar.
Eins og eðlilegt er, hafa margar sagnir orðið til um risaskjaldbökuna,
um stærð hennar og útlit, og um ágæti hennar til matar. Sumar þessar