Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 115
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
103
Jon Fjeldsá og Gunnar G. Raddum:
Þrjú ný vatnadýr á Islandi
Höfundar þessarar greinar eru báðir Norðmenn, ungir dýrafræðingar,
sem nýlcga hafa lokið háskólanámi í Bergen. Prófritgerð Jons Fjeldsá fjallaði
um flórgoðann og í því sambandi kom hann tvisvar lil íslands til gagnasöfn-
unar og er þessi grein meðal annars ávöxtur þeirra ferða. Fjeldsá vinnur nú
við náttúrugripasafnið í Kaupmannahöfn.
Gunnar G. Raddum er sérfræðingur í mosadýrum (Bryozoa) og starfar við
náttúrugripasafn Bergensliáskóla.
Ritstj.
Sumarið 1969 vann annar okkar (Fjeldsá) við Mývatn að gagna-
söfnun um flórgoða (Podiceps auritus (L.) ). Rannsóknimar beindust
einkum að vistfræði og stofnliegðan tegundarinnar. í þessu sambandi
voru fæðuskilyrði flórgoðans rannsökuð víðsvegar í Mývatni og i nær-
liggjandi tjörnum. Magnsýni voru tekin með 200 cm2 Ekman botn-
greip á eftirtöldum stöðum: Kálfstjörn, Hclgavogi, Reykjahlíð, Gríms-
stöðum, Hagaskeri, Slúttnesi, Niðurnesi, Fretvogi, Skáleyju, Neslanda-
vík, í þremur tjörnum á Neslandatanga og fimm tjömum í Vindbelgjar-
skógi. Þar að auki vom tekin sýni til athugunar á útbreiðslu tegunda
við Eldhraun á Bolum, í Blátjöm, Álftavogi og ennfremur í tjörnum
við Skútustaði, á Neslandatanga, í Garðsmýri og í Vindbelgjaskógi.
Niðurstöður þessara rannsókna verða birtar annars staðar, en hér
verður aðeins getið þeirra þriggja tegunda vatnadýra, sem em nýjungar
í dýraríki Islands. Tegundirnar Spongilla lacustris og Theromyzon
maculosum fann og ákvarðaði Jon Fjeldsá, en Gunnar G. Raddurn
ákvarðaði Plumatella fungosa. Nordisk Kollegium för Terrester Ekologi
veitti styrk til rannsóknanna, og Zoologisk Museum í Bergen lánaði tæki.
Vatnasvampurinn Spongilla lacustris (L.).
Þótt undarlegt kunni að virðast, liafa engir svampar fundizt áður í
fersku vatni á íslandi (Burton 1959, Illies 1967). Þann 7. júlí 1969
fundust svampasambýli (kólóníur) næstum undir hverjum steini í