Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 120
108
NÁTTÚRU FRÆÐINGUlllNN
blóð úr nefholi, koki og barka fuglanna og geta því stöku sinnum borizt
óravegu frá sínum venjulegu heimkynnum.
Nýju fundarstaðirnir í Norður-Noregi eru meðal hinna frjósömustu
staða þar um slóðir, grunn, kalkrík vötn með háu sýrustigi. Vötn þessi
eru ekki beinlínis það sem kalla má næringarrík (eutrof), heldur má
flokka þau meðal svokallaðra kransþörungavatna, sem kennd eru við
þörunginn Chara. Gróður þeirra, sérstaklega mykrur (Potamogeton
spp.) mari (Myriophyllum spp.) og kransnál (Chara spp.), laða til
sín fugla. Það er ekki auðhlaupið að skera úr um, hvort það eitt nægir,
að vatnið sé eftirsótt af fuglum til að tegundin dafni þar, en telja
verður þó líklegt, að vatnið þurfi líka að vera alkalískt, en þannig hagar
til í Kálfstjörn.
Þann 14. júlí mældist leiðni vatnsins «is 225, 5.1° dH og pH 9.4.
í volgum uppsprettuopum rúmlega 100 m frá mældist Ki s 270 og
hiti 20—30°C. Unnsteinn Stefánsson (1970) mældi í Kálfstjöm al-
kalinitet 91 mg/1 3.2 p-g NOs—N; 0.46 /otg NH3—N; 0.81 mg
P04—P og 1109 mg reaktíft silikat.
Blóðsugan úr Kálfstjörn var lítil, aðeins 9 mm löng og 3.5 mm á
breidd. Samkvæmt mælingum á 130 norskum eintökum eru þær
taldar 4—6 mm eftir fyrstu máltíð, 7—14 mm eftir aðra máltíð, en
kynþroska 16—29 mm eftir 3. máltíð. Það er vitað, að andablóðsugur
geta fastað í meir en hálft ár á milli máltíða (t.d. Hotz 1938, Herter
1968). íslenzka eintakið ætti samkvæmt framansögðu að hafa sogið
blóð tvisvar sinnum. Þrátt fyrir það er alls ekki sannað, að tegund þessi
geti lifað og tímgazt á íslandi. Þar sem enn hefur aðeins fundizt þetta
eina eintak, er ekki loku fyrir það skotið, að það hafi borizt með fugli
erlendis frá, út fyrir sín eiginlegu heimkynni.
Mosadýrið Plumatella fungosa (Pallas)
Á íslandi hafa áður fundizt tvær tegundir mosadýra í fersku vatni,
Fredericella sultana (Blumenbach) og Hyalinella punctata (Hanck.)
(Illies 1967). Þann 14. 7. 1969 fundust mörg fjölbýli mosadýrsins
Plumatella fungosa (Pall.) undir steinum á grunnu vatni með löndum
við Reykjahlíð í Mývatnssveit.
Mosadýr vaxa í breiðum, sem eru áfastar botni eða botnföstum líf-
verum, og er fjöldi einstaklinga í hverju sambýli mjög mikill. Hver ein-