Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 120

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 120
108 NÁTTÚRU FRÆÐINGUlllNN blóð úr nefholi, koki og barka fuglanna og geta því stöku sinnum borizt óravegu frá sínum venjulegu heimkynnum. Nýju fundarstaðirnir í Norður-Noregi eru meðal hinna frjósömustu staða þar um slóðir, grunn, kalkrík vötn með háu sýrustigi. Vötn þessi eru ekki beinlínis það sem kalla má næringarrík (eutrof), heldur má flokka þau meðal svokallaðra kransþörungavatna, sem kennd eru við þörunginn Chara. Gróður þeirra, sérstaklega mykrur (Potamogeton spp.) mari (Myriophyllum spp.) og kransnál (Chara spp.), laða til sín fugla. Það er ekki auðhlaupið að skera úr um, hvort það eitt nægir, að vatnið sé eftirsótt af fuglum til að tegundin dafni þar, en telja verður þó líklegt, að vatnið þurfi líka að vera alkalískt, en þannig hagar til í Kálfstjörn. Þann 14. júlí mældist leiðni vatnsins «is 225, 5.1° dH og pH 9.4. í volgum uppsprettuopum rúmlega 100 m frá mældist Ki s 270 og hiti 20—30°C. Unnsteinn Stefánsson (1970) mældi í Kálfstjöm al- kalinitet 91 mg/1 3.2 p-g NOs—N; 0.46 /otg NH3—N; 0.81 mg P04—P og 1109 mg reaktíft silikat. Blóðsugan úr Kálfstjörn var lítil, aðeins 9 mm löng og 3.5 mm á breidd. Samkvæmt mælingum á 130 norskum eintökum eru þær taldar 4—6 mm eftir fyrstu máltíð, 7—14 mm eftir aðra máltíð, en kynþroska 16—29 mm eftir 3. máltíð. Það er vitað, að andablóðsugur geta fastað í meir en hálft ár á milli máltíða (t.d. Hotz 1938, Herter 1968). íslenzka eintakið ætti samkvæmt framansögðu að hafa sogið blóð tvisvar sinnum. Þrátt fyrir það er alls ekki sannað, að tegund þessi geti lifað og tímgazt á íslandi. Þar sem enn hefur aðeins fundizt þetta eina eintak, er ekki loku fyrir það skotið, að það hafi borizt með fugli erlendis frá, út fyrir sín eiginlegu heimkynni. Mosadýrið Plumatella fungosa (Pallas) Á íslandi hafa áður fundizt tvær tegundir mosadýra í fersku vatni, Fredericella sultana (Blumenbach) og Hyalinella punctata (Hanck.) (Illies 1967). Þann 14. 7. 1969 fundust mörg fjölbýli mosadýrsins Plumatella fungosa (Pall.) undir steinum á grunnu vatni með löndum við Reykjahlíð í Mývatnssveit. Mosadýr vaxa í breiðum, sem eru áfastar botni eða botnföstum líf- verum, og er fjöldi einstaklinga í hverju sambýli mjög mikill. Hver ein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.