Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 122
110
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
af svepplaga gerðinni eins og algengt er á hrjúfum flötum (hraun-
grýti).
P. fungosa finn.st um nær allt láglendi Evrópu norðan Alpafjalla,
en þó ekki á Irlandi, og í Noregi hefur hún fram að þessu aðeins fund-
izt syðst (Ökland 1969, Raddum 1971).
Athuganir sem Raddum (1970) hefur gert í Noregi á P. fungosa
benda til þess, að tegundin dafni illa við lægra sýrustig en pH 7. Hún
virðist dafna bezt í hlýjum, lútkenndum vötnum. Þar sem tegundin
fannst í Mývatni var sýrustigið 8.9—10 og er það áreiðanlega það
hæsta, sem vitað er um, að tegundin lifi við. Rafleiðni vatnsins var
yfir 200 í uppsprettum í nágrenninu, en 186—160 á fundarstaðnum,
harka vatnsins var 3°dH. Fundarstaðurinn er nálægt skólpleiðslu frá
Hótel Reynihlíð. Tegundin Joolir mikla mengun og lífræna auðgun
(Wiebach 1960). Sunnar á strandlcngjunni eru uppsprettur með 20°
heitu vatni, sem veldur því, að ekki leggur þarna á vetrum. I loftslagi
eins og hér ríkir hefur heita vatnið sennilega mjög mikla þýðingu fyrir
vöxt og þroska tegundarinnar.
P. fungosa lifir ekki af veturinn. Við lægri hita en 8°C spíra dval-
hnappamir ekki (Marcus 1962, Raddum 1970). Sambýlin við Mý-
vatn vom þann 14. 7. lítillega farin að mynda nýja dvalhnappa. Hver
einstaklingur sambýlisins lifir aðeins í 6—7 vikur en sambýlið dálítið
lengur, eða unz það verður alþakið mýlirfum, liðormum, hjóldýrum,
fmmdýmm og gerlum. Lífsferill tegundarinnar við Mývatn er alveg í
samræmi við aðstæður í Vestur-Noregi: Dvalhnappamir, sem lifa af
veturinn, spíra í maí og mynda fyrstu kynslóð, en ný kynslóðaskipti
verða svo um mánaðamótin júní—júlí.
Aðflutningur
Alkunna er, að Mývatn er eitt frjósamasta vatn allrar Norður-Evrópu.
Af einstökum dýrategundum getur einstaklingsfjöldinn orðið gífurlegur.
En samanboríð við næringarrík vötn á meginlandinu verður maður
fyrír vonbrigðum yfir fábreytni dýralífsins.
Á kísilbotnleðju Mývatns og innan um vatnagróðurinn, aðallega
vatnamara og þráðnykm, eru ógrynni af smákrabbaflóm (Cladocera og
Copepoda) og rykmýslirfum (Chironomidae) og dálítið af liðormum
(Tubifex tubifex (Miiller)). Önnur dýr er aðeins að finna í litlu
magni. í sambærilegum vötnum á meginlandinu em hins vegar fjöl-