Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 126
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Hörður Kristinsson:
Nýr sveppur, morkill, fundinn á Islandi
Eins og kunnugt er, skjóta sveppir kollinum upp úr jarðveginum
á haustin fremur en á öðrum árstimum. Þannig verður oft krökkt af
ýmsum tegundum sveppa í birkiskógum landsins á þessum árstíma.
Fáeinir sveppir hafa þó annan hátt á. Sveppur sá, sem hér greinir
frá, vex á vorin. Það er því ekki að undra, þótt hann hafi sloppið
undan athygli erlendra sveppafræðinga, sem kannað hafa sveppaflóru
íslands, enda komu þeir ætíð síðla sumars.
Morkill fannst hér fyrst í maí vorið 1972 norður í Eyjafirði, í Núp-
árgili í Sölvadal. Óx hann í graslendisbrekkum í nágrenni birki-
runna, sem haldið hafa velli á fáeinum stöðum í gilinu. Hann fannst
bæði austan og vestan Núpár, rétt utan við Illagil. Tegund þessi var
greind sem Morchella conica Pers., að vísu án samanburðareintaka.
Af skyldum sveppum, sem fundizt hafa hér á landi, má nefna nokkrar
tegundir af ættkvíslunum Helvella og Verpa, sem Helgi Hallgríms-
son hefur áður gert skil (1968).
Morkillinn er talinn afbragðs mat-
sveppur, jafnvel með gómsætustu svepp-
um, en er minna notaður en skyldi, þar
sem hann er ekki verulega algengur.
Morkillinn tilheyrir þeim flokki
sveppa, er asksveppir nefnast; en flestir
ætisveppir teljast til basíðusveppa. Venju-
lega hafa asksveppir flatar, disklaga ask-
hirzlur. Efra borð þeirra er myndað úr
samfelldu lagi af aflöngum smáhylkjum,
er askar nefnast, og snúa þeir efri end-
anum út að yfirborðinu. Innan í öskun-
um eru venjulega 8 askgró, sem þeytast
upp í loftið með innihaldi asksins, er
I. mynd. Morkill. hann teYgir sig UPP ur askbeðnum og
Ljósm. Hörður Kristinsson. opnast sakir þrystings.