Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 130

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 130
118 NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN Fræðsluferðir. Farnar voru ljórar fræSslul'erðir, þrjár eins dags ferðir og ein þriggja daga ferð. Þátttakendur voru alls 250. Sunnudaginn 9. júlí var farin grasafræðiferð í Grafning. Ekið var sem leið liggur austur Mosfellsheiði og gróður skoðaður á heiðinni. Síðan var haldið í Grafning, þar var m. a. liugað að burknum í Svínahlíð og auk Jress skoðuð jarðvegseyðing, sem víða er áberandi. Einnig má geta þess, að sverðmosi fannst þarna á blágrýti, en annars er þessi tegund að mestu bundin við móberg. Loks var skoðaður votlendisgróður í mýri vestan Álftavatns og ekið til baka um Hellisheiði. Veður var gott fram eftir degi, en byrjaði að rigna skömmu áður en haldið var heimleiðis. Þátttakendur voru 40. Leiðbeinendur voru þeir Ágúst H. Bjarnason, Bjarni Helgason og Ólafur B. Guðmundsson. Fararstjóri var Kristján Sæmundsson. Föstudaginn 28. júlí var lagt af stað í þriggja daga alhliða fræðsluferð urn Nýjadal og víðar. Á fyrsta degi var komið við hjá Hrauneyjarfossi og Sigöldu og skoðuð Tungnárhraun og ummerki fornra stöðuvatna. Var síðan ekið sem leið liggur norður yfir Köldukvísl og á Sprengisandsleið. Áð var við Grjóta- kvísl og skoðað gróðurfar þar. Síðdegis var haldið í Nýjadal (Jiikuldal) við Tungnafellsjökul og slegið tjöldum við sæluhús FÍ. Laugardagsmorgninum vörðu flestir til að kynnast háfjallagróðri í Nýjadal, en ]tar má sjá margt for- vitnilegra jurta. Á þessu svæði eru m. a. þrjár tegundir á suðurmörkum út- breiðslu sinnar: l'jallalójurt, fjallavorblóm og héluvorblóm. Eftir hádegi var haldið norður með Tungnafellsjökli. Var stanzað í Tómasarhaga og fóru margir í fjallgöngu og gengu á Fagrafell (1452 m). Á Fagrafclli var margt fáséðra jurta. Einkum bar mikið á fjallavorblómi, sem var í fullum blóma allt upp í 1450 m hæð. Utan í fellinu var talsvert af smávöxnu skarfakáli. Nokkrir héldu norður á Fjórðungsöldu undir leiðsögn Guðmundar Magnússonar. Jarðfræðingar fræddu menn um Tungnafellsjökul, en hann er eldkeila mynduð á ísöld og hefur aldrei gosið á nútíma. Aflöng askja er efst í fjallinu, og í henni situr jökullinn. Hryggurinn, sem liggur í sveig sunnan Nýjadals, er myndaður í sprungugosi undir jökli, og er sprungan samhliða útlínum öskjunnar. Að morgni sunnudags voru tjöldin tekin upp og lagt af stað áleiðis til byggða. Stanzað var í Ölduveri, en það er eitt af útjaðrasvæðum Þjórsárvera, og svipar gróðri þar mjög til þess, sem gerist í Þjórsárverum, en áfoks gætir þó mjög. í Olduveri voru skoðaðar rústir og heiðagæsarhreiður, en engin heiðagæs sást í ferðinni, þótt víða sæjust hennar merki. í upphafi hafði verið gert ráð fyrir að heimsækja Eyvindarkofaver og jafnvel Þúfuver í þessari ferð, en það tókst því miður ekki, vegna bilunar í eina fjallabílnum, sem í ferðinni var. Á suður- leið var siðan stanzað lítillega við Vatnsfell og í Rangárbotnum, loks var ekið niður Landssveit og til Reykjavíkur. Veður var bjart og hlýtt mestallan tím- ann, og má segja, að það hafi verið mikið lán á þessu vætusumri. Þáttakendur voru um 120. Leiðbeinendur voru Arnþór Garðarsson, Bergþór Jóhannsson, Birgir Jónsson, Krisján Sæmundsson, Jens Tómasson og Ólafur B. Guðmunds- son. Laugardaginn 26. ágúst var farin fjöruferð á Snoppu á Seltjarnarnesi og í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.