Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 131
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
119
Gróttu. Var skoðað dýralíf og gróður í grýttum fjörum, en hvort tveggja er
með mesta móti undir Gróttutöngum. Veður var ágætt. Þátttakendur voru
um 50. Leiðbeinendur voru Agnar Ingólfsson, Jón B. Sigurðsson og Karl
Gunnarsson.
Sunnudaginn 10. september var farið í Hvalfjörð til jarðfræðiathugana.
Skoðaðir voru gangar ofan við Saurbæ á Kjalarnesi og jarðlög i Reynivalla-
hálsi. í Reynivallahálsi voru m. a. skoðuð basalthraun á mismunandi um-
myndunarstigi, líparíthraun og innskotslög. Veður var mjög gott. Þátttakendur
voru um 40. Leiðbeinendur voru Kristján Sæmundsson og Páll Imsland.
í öllum ferðum naut félagið nú, sem löngum áður, ágætrar þjónustu Guð-
mundar Jónassonar.
Náttúruvemdarstarfsemi
Félagið tók þátt í starfsemi Landgræðslu- og náttúruverndarsamaka íslands,
Landverndar, svo sem undanfarin ár. Á vegum náttúruverndarnefndar Land-
verndar, en fonnaður hennar er Þorleifur Einarsson, liefur einkum verið unnið
að aðgerðum til verndar votlendi. I-Iefur verið komið á víðtæku samstarfi
Náttúruverndarráðs, Landverndar og landshlutasamtaka um náttúruvernd í
þeim tilgangi að gera ákveðnar tillögur um verndun votlendissvæða. Á fyrsta
stigi er nú unnið að skráningu þeirra votlenda, sem þýðingarmest eru fugla-
lífi, og er þar stuðzt við alþjóðasamþykkt, sem gerð var snemma á árinu 1971
í Ramsar í íran.
Annað stig þessa samstarfs um verndun votlendis, verður væntanlega skráning
annarra merkilegra votlenda, sem hafa gildi fyrir rannsóknir, og má þar einkum
nefna mýrlendisgerðir. Gera má ráð fyrir, að þessar undirbúningsráðstafanir
leiði til ákveðinna friðunaraðgerða á næstu árunt, enda er nú svo komið, að
mörg okkar merkustu votlendi eru í ntikilli hættu, og bráðra úrbóta er þörf
í þessum málum.
Formaður sat fund Náttúruverndarnefndar Reykjavíkur hinn 8. marz 1972,
og kynnti nefndinni sjónarmið líffræðinga varðandi verndun strandlengju,
vatna og mýrlendis í Reykjavík og nágrenni.
Dagana 14. og 15. apríl 1972 var Náttúruverndarþing haldið i Reykjavík.
Fulltrúi félagsins á þinginu var Jón B. Sigurðsson, kennari.
Útgáfustarfsemi
Á árinu urðu ritstjóraskipti. Oskar Ingimarsson, bókavörður, sem verið liefur
ritstjóri Náttúrufræðingsins frá 1967, lét af þ\í starfi með 4. hefti 41. árgangs,
1971, en frá 1. liefti 1972 tók Sigfús A. Schopka, fiskifræðingur, við ritstjórn
Náttúrufræðingsins. Vil ég fyrir hönd stjórnarinnar þakka Óskari ágæt störf í
þágu ritsins og nota þetta tækifæri til að bjóða Sigfús A. Schopka velkominn
til starfa.
Nátúrufræðingurinn kom út á árinu sem hér segir:
41. árgangur (1971): 2. hefti, bls. 65—128 (64 bls.); 3.-4. hefti, bls. 129—192
(64 bls.).