Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 8
þangað aftur, gaus alhnikið um 70 m
undan Iandi og myndaðist þar smá-
eyja, sem ekki hlaut skírn, því hún
varð brátt landföst. Norður af
„eynni“ mátti greina nokkrar smá-
vægilegar sprengingar og rná ætla, að
gossprungan hafi náð að teygjast um
120 m út í sjó.
Um kl. 09:30 var enn talsvert slettu-
gos í syðstu gígunum, en þeir voru
næstum hættir að gjósa kl. 11:25 og
á syðsLu 300—400 nt gossprungunnar
var gos búið að kalla mátti kl. 14:40.
Hvenær sprungur opnuðust áfrarn
í suður frá eldrásinni er ekki vitað
annað en það, að nýjar sprungur
náðu suður í Lambaskorur, er Þor-
leifur Einarsson kom þar að síðdegis
24. janúar, og ég hygg, að við Hjálm-
ar Bárðarson hefðum veitt þeint eftir-
tekt, ef þær hefðu verið kontnar fyrir
liádegi daginn áður. Er ég skoðaði
þetta svæði laust fyrir hádegi 26. jan.
ásamt Halldóri Ólafssyni, aðstoðar-
manni mínum, mátti rekja 2 og sums
staðar 3 samsíða sprungur, 10—12 cm
víðar á köflum, niður í hamrana,
sem Iiggja að Stakkabót að norðan.
Þegar við stóðum þarna rétt á hádegi
og horfðum til norðurs á gosmökk-
inn, sem var ærið gjóskumettaður og
ógnvekjandi, heyrðum við einhvern
dynk að baki okkar, og er við litum
við, sáurn við þrjá örlitla brúna
stróka þeytast upp úr sjónum um 300
m undan ströndinni í gossprungu-
stefnuna og mynduðust brúnir vikur-
flekkir kringum þá á sjónum. Þarna
höfðu orðið einhverjar sprengingar
áður, því örmjó, brún vikurröst var
meðfram fjörunni í Bótinni. Aftur
varð sprenging eftir um mínútu blé,
en síðan ekki söguna meir. Við 1 jið-
um þarna alllengi, en aldrei varð aft-
ur vart við gos þarna.
Áður en þetta gerðist hafði orðið
smágos neðansjávar að morgni annars
dags gossins í stefnu gossprungunnar,
þar nærri sem sú stefna sker vatns-
leiðslurnar til Eyja SA af Ystakletti.
Myndaðist þarna hryggur, sem reis
10—12 m yfir sjávarbotn, sent þarna
var á um 40 m dýpi. Ekki eyðilögð-
ust vatnsleiðslurnar og hefur því vart
opnast sprunga að heitið gæti rétt
undir þeim.
Svo gerðist það 6. febrúar um kl.
22 að nýrri og stærri vatnsleiðslan til
Eyja slitnaði eða lagðist sarnan, sam-
tímis því sem rafmagnsstrengur til
Eyja slitnaði, en strengurinn og vatns-
leiðslan lágu þarna santsíða, með um
100 m millibili. Þetta var nálægt 320
m ASA af Klettsnefi, eða á næstum
sama stað og gaus neðansjávar annan
gosdaginn. Nú myndaðist þarna
hryggur, sem náði jtann 7. upp í 19
nr dýpi, en lækkaði síðan niður á um
25 m dýpi og lenti svo að nokkru
leyti undir hrauni. Ekki náðu neinar
sprengingar þarna upp úr sjónum.
Þótt merkilegt megi virðast, bilaði
ekki eldri vatnsleiðslan, sem lá þarna
á milli rafmagnskapalsins og nýrri
vatnsleiðslunnar.
En þar með var sprungumyndun
ekki með öllu lokið. Síðar í gosinu,
1. mynd. Kort, er sýnir sprungur þær,
er mynduðust í Heimaeyjargosinu 1973 og
hvenær þær mynduðust. Dýptarlínur sam-
kvæmt nýju, óbirtu korti Sjómælinga Is-
lands. Dýpi í metrum. — Map showing
llie fissures (rvhole drawn lines), that
opened up during the Heimaey eruption
and the dates of their formation. Cable
and pipe lines are dotted and dashed.
Depth in m.
2