Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 12
er um 4 km, en til Heimaeyjar um
6.5 km.
Ekki tel ég vafamál, að þarna var
neðansjávargos í gangi, þótt lítið
væri, líklega aðallega uppstreymi af
gasi, sem gæti liafa rifið með sér eitt-
hvað smávegis af gjósku, annaðhvort
úr kviku eða úr sprunguveggjum,
nema hvort tveggja hafi verið. Varð-
skipið Þór fór þarna yfir að minni
beiðni 17. júní 1977 og mælcli með
asdic og dýptarmæli, en fann engan
hrygg þarna á sjávarbotni.
Þess má geta, að samkvæmt dagbók
minni var lítið gos í Eyjum þennan
dag, 26. maí, en færðist nokkuð í auk-
ana upp úr hádegi næsta dag.
Telja verður, að „gosið“ í Álnurn
þ. 26. maí hafi verið tengt Heima-
eyjargosinu og sé hér um liliðstæðu
að ræða við það, sem gerðist oft í
Surtseyjargosinu, er nýjar sprungur
opnuðust um það bil er gosi var að
ljúka í öðrum. Þar mynduðu gos-
sprungurnar vinstri hliðrað sprungu-
kerfi (3. mynd) — hinar einstöku
sprungur, að undanskilinni þeirri, er
myndaðist 19. ágúst 1966, með stefnu
nálægt N35°A — og inn í það kerfi
falla einnig Heimaeyjarsprungan og
sú sprunga, sem gaus 26. maí. Gos-
sprungukerfið í Heimaeyjargosinu
var því ekki um 3.5 km, það var rúm-
lega 10 km langt. Fjarlægð frá Jólni
að þessari nyrstu eldsprungu er um
35 knr og liefði þetta sprungukerfi í
heild ekki þurft að lengjast nema
rösk 10% til þess að ná landi í Land-
eyjum.
Það var stundum rætt um það í
Heimaeyjargosinu, hvar líklegt væri
að ný sprunga gæti opnast, og með
tilliti til sprungumynstursins á Surts-
3. mynd. Sprungukerfi Surtseyjar- og
Eleimaeyjargosanna. — The left laleral
en ecliélon fissure syslem of the Surtsey
and Heimaey eruplions, atid the approxi-
mate dates of the formation of the indi-
vidual fissures: 1: Surtur I (Nov. 1963);
2: Surtla (Dec. 1963); 3: Surtur II (Feb.
1964); 4: Syrtlingur (May 1963); 5: Jólnir
(Oct. 1963); 6: Surtur III (Aug. 1966); 7:
Heimaey (Jan. 1973); 8: Áll (May 1973).
eyjarsvæðinu var því þá spáð, að ann-
aðhvort yrði það suðvestur eða norð-
austur af Heimaey og því stundum
fleygt, að eyja ætti e. t. v. eftir að
myndast milli Hcimaeyjar og lands.
Við vitum nú, að ekki var fjarri því
að svo færi, og enginn veit hvenær
Eyjaeldar láta næst á sér bæra.
Það, sem sagt er frá í þessu greinar-
korni, auk hinna mikilsverðu upplýs-
inga frá Boga Finnbogasyni og Guð-
mundi Karlssyni, er að mestu úr dag-
bókum mínum. Einnig er stuðst við
bók Þorleifs Einarssonar: Gosið í
Heimaey (Heimskringla 1974). Orð-
6