Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 57
Nokkrar nýjar alcLursákvarðanir Hér verður skýrt frá nokkrum nýj- um aldursákvörðunum, sem þó í mörgum tilfellum eru bráðabirgða- niðurstöður. Jarðfræðikortlagningu sumra svæða, sem sýnd eru á 1. mynd, er ekki lokið og því varhugavert að draga of niikl- ar ályktanir af þessum niðurstöðum. Einnig má sjálfsagt telja, að ákvarð- anirnar þurfi að endurtaka til stað- festingar. Niðurstöðurnar eru birtar í töflu I. Meðal þeirra er ákvörðun á súru bergi úr Lónafirði í Jökull jörð- uin (LÓF), sem sýnir aldurinn 12,6 milljónir ára. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur tók þetta sýni alveg niðri við sjávarmál. Eins og að ofan segir, er jarðfræðikortlagningu jtessa svæðis ekki lokið og því ekki hægt að fullyrða, hvort hér sé um að ræða eitt elsta berg í Lónafirði eða yngra inn- skot. Ennfremur styður smásjárathug- un sýnisins að hér sé um að ræða al- geran lágmarksaldur, og frekari rann- sóknir þarf að gera, áður en eitthvað endanlegt er hægt að segja. Frá Snæfellsnesi eru m. a. ákvarð- anir frá Breiðuvík, en súrt berg, sem Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur tók þar, gefur aldur 3,76 ± 0,14 mill- jónir ára. Annað súrt sýni frá granó- fýrinnskotinu við Laxá á Fróðárheiði gefur aldur sem tölulega séð er sá sami og á Breiðuvíkursýninu, eða 3,98 ± 0,12 milljónir ára. Að mati Sigurðar Steinþórssonar er einnig um að ræða tengsl milli þessara tveggja innskota, svo segja má, að þessar nið- urstöður styðji hvor aðra, enda jsótt þær hafi ekki verið staðfestar enn með endurtekningu. Sýni af súru bergi sem var tekið ofarlega úr Drápuhlíðarfjalli er und- ir sömu sök selt og ofangreind sýni, að ekki hefur enn verið aflað staðfest- ingar á niðurstöðu jtess, en rök má leiða að Jjví, að aldurinn 3,51 rnill- jónir ára sé ekki fjarri lagi. Er hér um talsverða yngingu fjallsins að ræða miðað við jtað sem áður var talið. Endurslioðun nokkurra eldri niðurstaðna í grein, sem kom út árið 1968 eftir þá Moorbath, Harald Sigurðsson og Goodwin, gréindu þeir frá aldurs- TAFLA I Geislavirkt Sýni Ar. (mm3/g 10-4) Atm. Ar40% k2o% Þungi sýnis (g) Aldur í millj. ára LÓF 10.214 18.60 2.44 ± 0.049 10.0925 12.62 ± 0.56 Breiðavík 4.642 85.73 3.73 ± 0.007 5.3361 3.76 ± 0.14 I.axá 5.961 83.42 4,52 ± 0.027 0.5800 3.98 ± 0.12 Drápuhlíðarfjall 3.157 91.99 2.72 ± 0.035 0.4734 3.51 ± 0.21 Klofnunarstuðlar: = 4.72 • ÍO-™; Xe = 0.584 • 10-i». K-to/Khl.ildlir r= 1.19- 10-4 Óvissufrávik aldurs eru 2cr. 51

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.