Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 11
landi, sem kallað er inni á Ál, innan
við Vestmannaeyjar áleiðis á miðin.
Kom ég þá auga á stórt fuglager og
sigldi að því. Þegar við nálguðumst
gerið, sá ég, að bullaði eða kraumaði
í því, eins og um stóra síldartorfu
væri að ræða.
Ég ætlaði að sigla í gegnum torf-
una, en sá þá, að sjórinn var dökkur
á litinn allt í kring og dauð fiskseiði,
sem fuglinn var að gerja í, flutu í
yfirborði sjávarins þarna á svæðinu
og minnist ég þess að hafa séð a. m. k.
einn stóran dauðan fisk á floti. Ég
leit á dýptarmælinn og kom mæling-
in fram eins og siglt væri yfir bratt-
an stand, nteðan siglt var yfir blett-
inn, og voru um 20 faðmar niður á
topp hans.
Fyrst hélt ég, að báturinn mundi
stranda og stöðvaði vélina, en þegar
báturinn hafði runnið í gegnum
kraumið, setti ég á fulla ferð og sigldi
í burtu.
Sjór var spegilsléttur og veður fag-
urt þennan dag.
Þetta var, sem kallað er í innbrún-
inni á Álnum, rétt austan við nýju
vatnsleiðsluna. Tel ég, að þarna eigi
engin arða að vera, því ég hefi oft
farið þarna um og verið þarna að
veiðum og aldrei orðið neinna ntis-
hæða var.
Dýpi er þarna um 38—40 faðmar.
Bogi Finnbogason."
Elías Elíasson verkfræðingur hafði
frætt mig á jiví — og varð það raunar
tilefni þessarar greinar —, að Bogi
Iiefði tekið dýptarmælislínuritið og
gengið lengi með það á sér og sýnt
það ýmsum. Ég bað Boga blessaðan
að senda mér það, ef hann hefði það
enn, því ekki veit ég það hafa skeð í
annan tíma, að slíkt línurit hafi ver-
ið tekið yfir gosi á neðansjávar-
sprungu, nema ef vera skyldi á jap-
anska rannsóknarskipinu Kaiyo-Maru,
sem fórst 24. sept. 1952 með 9 vísinda-
mönnum og 22 manna áhöfn, og tal-
ið er að hafi verið yfir neðansjávar-
eldstöðinni Myojin-sho 420 km suður
af Tokyo, er mikil gossprenging varð.
Ekki tókst nú að finna línuritið, en
Bogi hefur sent mér teikningu, sem
hann segir gefa mjög góða hugmynd
um, hvernig það leit út (2. mynd).
Hann segist hafa slegið af, er skyndi-
lega snargrynnkaði, og ætlaði að slá
luirt í bak, en í sömu andrá var skip-
ið komið yfir og setti hann þá á fulla
l'erð áfram frá þessu. Hversu langt
])ar var yfir að fara, kvaðst hann ekki
vilja fullyrða neitt nema að urn mjög
rnjóan hrygg hafi verið að ræða, þó
örugglega breiðari en skipslengd.
Línuritið af þessum hrygg var allt
öðruvísi en af hafsbotninum og alls
ekki um þétt efni að ræða, því það
grisjaði alls staðar í, og náði þetta
niður alla þá dýpt, 80 faðma, sem
mælirinn var stilltur á.
Ég hef merkt á kort (1. mynd) stað-
inn, þar sent þetta skeði. Er staðsetn-
ingin samkvæmt nánari upplýsingum
Boga, sem man, að Elliðaey bar í
Bjarnarey, er liann sigldi yfir þetta,
svo og að hann var kominn skammt
austur yfir nýju vatnsleiðsluna. Dýp-
ið — um 39 faðmar — segir nokkuð
nákvæmlega til um íjarlægðina frá
landi, en skakkað gæti 100—200 m til
eða frá í V—A stefnuna. Staðsetning-
in er mjög nærri 63°29'50" n.br. og
20°09'10" v.l. Fjarlægðin til fastalands
5