Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 44
lantshafi frá S-Afríku norður lil
Noregs og í vestanverðu Atlantshafi
frá Ríó de Janeiro til Argentínu.
Hingað til Islands flækist brynstirtla
stundum og fyrst er hennar getið frá
árunum 1835—1840 en þá veiddist ein
út af Vestfjörðum. Næst fæst hún
hérna sumarið 1941 og þá var mjög
mikið um hana allt í kring um land-
ið. Síðan hefur hún vitjað landsins af
og til.
Litli bramafiskur, Taractes
asper er Jjekktur hér síðan í septenr-
Irer 1870 að hann fannst rekinn í Vest-
mannaeyjum. Ekki munu margir hafa
fengist síðan. Litli bramafiskur hefur
fundist í Atlantshafi frá Madeira til
Noregs og íslands og auk Jress í Ind-
landshafi og Kyrrahafi.
Stóri bramafiskur, fírama
brama er mun algengari en sá litli.
Hann fékkst hér fyrst í september
1901 rekinn í Selvogi og síðan ltafa
nokkrir fundist og flestir reknir.
Heimkynni stóra bramafisks eru ann-
ars heimshöfin Atlantshaf, Kyrrahaf
og Indlandshaf. Hann mun stundum
vera alltíður undan ströndum Spánar
og Portúgals.
Silfurbrami, Pterycornbus
brama er þriðja tegundin af Jjessari
ætt (bramaætt) sem fundist liefur við
Island. Hann fannst hér sumarið 1960
og við Vestmannaeyjar. Silfurbrami
er allalgengur við Spán en fiskar hafa
fundist einkum reknir við strendur
Noregs og Norðursjávar.
Baulfiskur, Argyrosornus regius
á heima í Miðjarðarhafi og í Atlants-
hafi við strendur V-Afríku og Evrópu
norður að Ermarsundi og flækingar
finnast í Norðursjó, við sunnanverð-
an Noreg og Svíþjóð og einn fiskur
hefur fundist dauður á reki í Reykja-
víkurhöfn árið 1923. Hefur hann
sennilega drepist úr kulda og leiðind-
um hér norðurfrá svo langt frá sinni
æskuslóð.
Kólguflekkur, Pagellus bogar-
aveo á heima í Miðjarðarhafi og At-
lantshafi frá Marokkó, Madeira, Asór-
eyjum og Ríó de Óró norður til
Biskayaflóa og flækist síðan allt til
Orkneyja, Noregs, Svíþjóðar og ís-
lands þar sem hans varð vart við Vest-
mannaeyjar árið 1961 og síðan aftur
1964.
Nasi, Nesiarchus nasutus fannst í
september 1952 í Berufjarðarál en
hann helur fundist í austanverðu At-
lantshafi frá Kanaríeyjum til írlands
og Íslands-Færeyjahryggsins og í vest-
anverðu Atlantshafi frá Nýjaskotlandi
til Bermúdaeyja.
Stinglax, Aphanopus carbo á
heima í Atlantshafi við Madeira þar
sem hann er algengur og nytjafiskur,
við Spán og Portúgal og flækist með-
fram ströndum Englands og Skotlands
til Noregs og Islands allt norður í
Grænlandshaf. Hér fannst hann fyrst
rekinn í Vestmannaeyjahöfn í sept-
ember 1904 og var talið að um nýja
tegund væri að ræða en síðar kom í
ljós að svo var eigi.
Silfurbendill, Benthodesmus
elongalus simonyi finnst beggja vegna
Atlantshafsins að austan frá Kanarí-
eyjum og Madeira, og Portúgal það-
an senr hann flækist meðfram land-
grunnsbrúnunum til Noregs og Is-
lands. I vestanverðu Atlantshafi finnst
hann frá Nýl’undnalandi til Bermúda-
eyja.
(Atlants)marbendill, Lepi-
dopus caudatus fannst hér í löngu-
38