Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 55
K40 og Ar36 sé breytileg. Má leiða út jöfnu fyrir þetta tilfelli. Þá þarf fleiri en eina aldursákvörðun og má því annað hvort notast við nokkrar ákvarðanir sama sýnis eða nokkur sýni sama hraunlags. Niðurstöður hverrar ákvörðunar, sem settar eru inn í þessa jöfnu, gefa gildi á einum punkti á línuriti og sé um að ræða sama berg eða berg frá sörnu eldstöð af svipuðum eða sarna aldri má fá hóp punkta sem sýna beina línu. Halli línunnar ákvarðar þá aldurinn og skurðpunktur þessarar línu við lóðréttan ás línuritsins sýnir upphaf- legt Ar40/Ar3G hlutfall sbr. 2. mynd. Ekki er heldur ástæða hér til að fara nánar út í smáatriði þessarar að- ferðar, en að öðru jöfnu liggja gæði „ísókrónunnar“ í því, hversu góða línu punktarnir sýna. Verður nánar vikið að þessu síðar. Hið sama gildir fyrir „ísókrónu“- niðurstöður og hinar venjulegu K/ Ar-niðurstöður, að sjaldan er hægt að fullyrða svo óyggjandi sé, að niður- staða ákvörðunar sýni upphaflegan aldur, þ. e. ekki er hægt að fullyrða að argontap hafi ekki átt sér stað. Ber að líta á K/Ar aldursákvarðanir sem lágmarksaldur nema til komi rök- semdafærsla, er sýni fram á annað. Ummyndanir í berginu og nýrnynd- anir steintegunda, sem korna fram við smásjárathuganir, benda til þess, að einhverjir seinni tíma atburðir hafi breytt ástandi bergsins. Ber því ætíð að leita svo fersks bergs sem kost- ur er á. A rgon-40/A rgon-39 aðferðin Hér verður aðeins vikið fáeinum orðum að þessari aðferð, sem um rnargt er fullkomnari og áreiðanlegri en venjulega K/Ar aðferðin. Þorbjörn Sigurgeirsson lýsti þessari aðferð einna fyrstur manna (1962), en á svip- uðum tíma komst Bandaríkjamaður- inn Merrihue að sömu niðurstöðum og beitti aðferðinni til að aldurs- ákvarða loftsteina (Merrihue, 1965). Á seinni árum hefur þeirn svo fjölgað, sem við þessa aðferð vinna, og eink um hafa Bretarnir Miller, Mitchell, Fitch og Brereton endurbætt hana, m. a. með tilliti til ungs bergs (Mit- chell, 1968; Fitch, Miller & Mitchell, 1969; Brereton, 1972; Miller, 1972; Fitch, 1972). Aðferð þessi byggir á, að bergsýni er sett í kjarnaofn og geislað með hröðum neutrónum sem m. a. breyta K30 í Ar30. Þessi argon-samsæta er óstöðug og breytist aftur 1 K30 eftir tiltölulega skamman tíma. Tvenns konar meðhöndlun tíðkast innan þessarar aðferðar. Annars veg- ar er sýnið sett í massagreini og brætt til fullnustu og heildarhlutföll Ar40/ Ar30 mæld. Hin meðhöncllunin er áreiðanlegri og byggist á stighitun sýnisins innan massagreinis. Við hvert hitastigsmark eru hlutföll Ar40/Ar30 mæld, svo og hlutföll annarra sanr- sætna, sem ekki verður rakið nánar. Sýninu er haldið innan massagreinis- ins þar til fullkominni bræðslu er náð og allt argon orðið laust og mæl- anlegt. Liggja þá fyrir upplýsingar um argondreifingu innan sýnisins nteð tilliti til hitastigs. Má síðan draga upp „ísókrónu“-rit fyrir slíkt sýni. Það, sem einkum vinnst við þessa aðferð, er að ekki þarf sérstaka K20 efnagreiningu þar sem neutrónu- 49 4

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.