Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 15
taka hefur leitt í 1 jós að þau lilheyra öll tegundinni Hydrobia venlrosa (Montagu, 1803). Hérlendis hefur stranddoppan (Hydrobia ventrosa) aðallega fundist við tvenns konar skilyrði, annars veg- ar í ísöltum tjörnum á sjávarfitjum eða í efri hluta fjöru og liins vegar á leirum. Auk þess hafa fundist tvö eintök á leðjubotni á fárra metra dýpi í Skerjafirði (20. júní 1975). Sumarið 1976 voru gerðar ýmsar athuganir á fitjatjörnum í Hnappa- dalssýslu. Tjarnir þessar eru fram- undan Eldborgarhrauni, á svokölluð- um Melabökkum (kannaðar 22. sept- ember); við Stóra Hraun í Kolbeins- staðahreppi og við Hömluholt, Eyja- hreppi (29. ágúst). Tjarnirnar eru geysimargar. Þær eru grunnar, 20— 80 cni þar sem þær eru clýpstar, og þvermál þeirra er að jafnaði minna en 15 m. Leðjubotn er í tjörnunum. Tjarnirnar liggja nokkuð mishátt yfir sjó. Flestar þeirra eru lokaðar og verð- ur sjór að falla yfir fitjarnar til þess að ná til þeirra. Gróður kringum þær er clæmigerður fitjagróður. Eru ríkj- andi tegundir sjávarfitjungur (Puc- cinellia maritima), sem hefur víðast nær samfellda þekju, kattartunga (Plantago maritima) og stjörnuarfi (Stellaria crassifolia), en kringum hæstu tjarnirnar fer að bera á tún- vingli (Festuca rubra), skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) og hrossanál (Juncus arcticus). Selta tjarnanna er ntjög háð hæð þeirra og mældist á bilinu 1.3%o fyrir þá tjörn, sem hæst lá, að 26.4%0 fyrir lægstu tjörnina, 1. mynd. Fundarstaðir stranddoppu Hydrobia ventrosa (Montagu) við ísland. — The hnown distribution of Hydrobia ventrosa (Montagu) in Iceland. 9

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.