Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 18
Vindingarnir eru 5 og allmikið kúpt- ir. Saumurinn er djúpur og naflinn með rauf. Munninn er breiðegglaga og útrönd munnans myndar nærri því rétt horn við grunnvindinginn. Flestir kuðungarnir eru alleyddir að utan (sbr. mynd), og er eins og étið úr þeim á misstórum blettum. Ýmsir sveppir og þörungar eru o£t utan á kuðungnum, og geta þessar ásætur valdið því að kuðungurinn fær á sig hvítleitan, grænan eða annan lit. Þess- ar ásætur virðast nokkuð breytilegar eflir stöðum. Stranddoppan er smá- vaxin tegund. Meðalhæð 40 íslenskra eintaka (ungviði ekki tekið með) var 3.6 mm (bil 2.1—4.5 mm) og rneðal- breidd grunnvindings 2.0 mm (1.4— 2.5). Grunnvindingurinn er að meðal- tali um 56% af hæð kuðungsins, minnst 48% og mest 67%. Smá ein- tök eru oft tiltölulega breiðust. Nokk- ur munur er á meðalstærð kuðunga eftir stöðum. Eintök frá Þorskafirði, Melabökkum og Vogi eru að meðal- tali um 3.5—3.8 mm há, eintök frá Gálgahrauni eru áberandi stærst (meðalhæð 4.1 nnn) og Stokkseyrar- eintökin langminnst (nteðalhæð um 2.9 mm). Sniglar af ættkvíslinni Hydrobia og skyldum ættkvíslum eru torgreindir til tegundar. Útlit kuðungsins (skelj- arinnar) nægir ekki til þess að hægt sé að ákvarða tegundina nteð vissu. Lýsingar á evrópskum tegundum er m. a. að finna hjá Fretter og Graham (1962) og Muus (1963). 1 auslanverðri Norður-Ameríku er Hydrobia tegund sem fram til þessa hefur verið talin sérstök tegund, Hydrobia totteni Morrison, 1954, syn. Hydrobia min- uta (Totten, 1834), og er líffæragerð hennar lýst ítarlega a£ Davis (1966). Þessi tegund var talin náskyld ev- rópsku tegundinni H. ventrosa (Mon- tagu, 1803), en Davis taldi að ameríska tegundin væri frábrugðin henni um 2. mynd. Kuðungur stranddoppu frá Stóra Hrauni. — Shells oj Icelandic Hydrobia ventrosa. 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.