Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 22
Heiðursdoktor við
Háskóla íslands
í júnímánuði s.I. sæmdi verkfræði- og
raunvisindadeild Háskóla Jslands Ingimar
Óskarsson náttúrui'ræðing heiðursdoktors-
nafnbót í raunvísindum. Ingimar er einn
af elstu og vinsælustu höfundum Náttúru-
fræðingsins og hefur mikill fjöldi greina
hans birst í ritinu. Ritgerð sú, sem liann
hefur samið nteð prófessorunum Arnþóri
Garðarssyni og Agnari Jngólfssyni, og
birt er hér að framan, ber með sér að
Ingimar lætur engan bilbug á sér finna
þrátt fyrir 85 ára aldur. Náttúrufræðing-
urinn sendir Ingimar Óskarssyni heilla-
óskir með von um að samstarfið við hann
megi endast urn langa framtíð.
I ræðu sinni við doktorskjörið sagði
deildarforseti, Guðmundur Eggertsson,
prófessor, m. a.:
„Ingimar Óskarsson er fæddur árið 1892
að Klængshóli í Skíðadal. Hann varð
gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á
Akureyri árið 1913. Frá 1914—1947 stund-
aði hann kennslu, aðallega við barna- og
unglingaskóla í Eyjafirði og vann við
skrifstofustörf. Um tíma stundaði hann
jafnframt búskap. Arið 1947 réðst hann
til Fiskideildar Atvinnudeildar Háskól-
ans, sem síðar varð Hafrannsóknastofnun,
og hefur starfað þar síðan sem rannsókna-
maður.
Ingimar hefur unnið að grasafræði-
rannsóknum í meira en sextíu ár. Hann
liefur kannað rækilega gróðurfar á ýms-
um svæðurn um land allt og samið gróð-
urfarslýsingar, sem birst hafa í innlend-
um og erlendum vísindaritum. Með þess-
mn rannsóknum liefur Ingimar stóraukið
þekkingu á flóru landsins, tegundasam-
setningu hennar og útbreiðslu einstakra
tegunda. Hann hefur t. d. fundið margar
plöntutegundir liérlendis fyrstur manna.
A síðustu áratugum hefur Ingimar sér-
sttiklega lagt rækt við rannsóknir á ís-
lenskum undafíflum og hefur samið mikil
rit um þessar rannsóknir sínar.
Um 1920 hóf Ingimar rannsóknir á ís-
Ingimar Óskarsson.
lenskum skeldýrum. Urðu þessar rann-
sóknir umfangsmiklar á næstu áratugum,
og hefur Ingimar samið um þær fjölda
greina. Hann hefur og ritað tvær mjög
gagnlegar handbækur um íslensk skeldýr.
Auk þess að birta reglulega niðurstöð-
ttr rannsókna sinna hefur Ingimar ritað
mikið til fróðleiks fyrir almenning um
náttúrufræðileg efni og flutt fjölda fyrir-
lestra og útvarpserinda.
Enda þótt rannsóknir Ingimars Óskars-
sonar í grasafræði og dýrafræði séu að
mestu leyti unnar í hjáverkum, ltafa [tær
orðið mjög miklar bæði að vöxtum og
gæðum. Með þeim hefur Ingimar unnið
íslenskum náttúruvísindum mikið gagn,
og vill verkfræði- og raunvísindadeild
votta honum virðingu sína með því að
sæma hann nafnbótinni doctor scientiar-
um honoris causa.
Sé það góðu lieilli gjört og vitað.“
16