Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 22
Heiðursdoktor við Háskóla íslands í júnímánuði s.I. sæmdi verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla Jslands Ingimar Óskarsson náttúrui'ræðing heiðursdoktors- nafnbót í raunvísindum. Ingimar er einn af elstu og vinsælustu höfundum Náttúru- fræðingsins og hefur mikill fjöldi greina hans birst í ritinu. Ritgerð sú, sem liann hefur samið nteð prófessorunum Arnþóri Garðarssyni og Agnari Jngólfssyni, og birt er hér að framan, ber með sér að Ingimar lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir 85 ára aldur. Náttúrufræðing- urinn sendir Ingimar Óskarssyni heilla- óskir með von um að samstarfið við hann megi endast urn langa framtíð. I ræðu sinni við doktorskjörið sagði deildarforseti, Guðmundur Eggertsson, prófessor, m. a.: „Ingimar Óskarsson er fæddur árið 1892 að Klængshóli í Skíðadal. Hann varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri árið 1913. Frá 1914—1947 stund- aði hann kennslu, aðallega við barna- og unglingaskóla í Eyjafirði og vann við skrifstofustörf. Um tíma stundaði hann jafnframt búskap. Arið 1947 réðst hann til Fiskideildar Atvinnudeildar Háskól- ans, sem síðar varð Hafrannsóknastofnun, og hefur starfað þar síðan sem rannsókna- maður. Ingimar hefur unnið að grasafræði- rannsóknum í meira en sextíu ár. Hann liefur kannað rækilega gróðurfar á ýms- um svæðurn um land allt og samið gróð- urfarslýsingar, sem birst hafa í innlend- um og erlendum vísindaritum. Með þess- mn rannsóknum liefur Ingimar stóraukið þekkingu á flóru landsins, tegundasam- setningu hennar og útbreiðslu einstakra tegunda. Hann hefur t. d. fundið margar plöntutegundir liérlendis fyrstur manna. A síðustu áratugum hefur Ingimar sér- sttiklega lagt rækt við rannsóknir á ís- lenskum undafíflum og hefur samið mikil rit um þessar rannsóknir sínar. Um 1920 hóf Ingimar rannsóknir á ís- Ingimar Óskarsson. lenskum skeldýrum. Urðu þessar rann- sóknir umfangsmiklar á næstu áratugum, og hefur Ingimar samið um þær fjölda greina. Hann hefur og ritað tvær mjög gagnlegar handbækur um íslensk skeldýr. Auk þess að birta reglulega niðurstöð- ttr rannsókna sinna hefur Ingimar ritað mikið til fróðleiks fyrir almenning um náttúrufræðileg efni og flutt fjölda fyrir- lestra og útvarpserinda. Enda þótt rannsóknir Ingimars Óskars- sonar í grasafræði og dýrafræði séu að mestu leyti unnar í hjáverkum, ltafa [tær orðið mjög miklar bæði að vöxtum og gæðum. Með þeim hefur Ingimar unnið íslenskum náttúruvísindum mikið gagn, og vill verkfræði- og raunvísindadeild votta honum virðingu sína með því að sæma hann nafnbótinni doctor scientiar- um honoris causa. Sé það góðu lieilli gjört og vitað.“ 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.