Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 58
2. mynd. „ísókrónu“-rit fyrir Breiðadalsheiði. — Correlation diagram for the Breida-
dalsheidi rocks.
ákvörðunum á borkjarna frá Breiða-
dalsheiði á Vestfjörðum. Er hér unt
að ræða fjögur sýni, sem tekin voru
úr liðlega 100 m djúpri borholu þar.
Miðað við jrykkt jarðlagastaflans er
ekki talið, að þessir 100 rnetrar spanni
langan tíma jarðsögunnar. Reiknuðu
þeir félagar því út veginn meðalald-
ur fyrir þetta berg og fengu út 15,6 ±
0,5 milljónir ára (dreifing aldursnið-
urstaða var frá 14,2 ± 1,4 og til 16,5
± 1,0 milljónir ára). Eitt sýni gaf
tölulega aðeins lægri aldur, og út-
skýrðu þeir það með argontapi og
slepptu því úr meðaltalinu og fengu
þá 16,0 ±0,3 milljónir ára, sem þeir
treystu betur.
Greinarhöfundur notaðist við nið-
urstöður þeirra félaga og reiknaði út
,,ísókrónu“-rit (2. mynd) fyrir sýnin.
Kemur þar vel fram línuleg svörun
sýnapunktanna utan tveggja, sent ein-
mitt tákna sýnið, sem Moorbath og
samstarfsmenn lians töldu hafa orðið
fyrir argontapi og slepptu því.
„fsókrónu“-aldur þessara sýna virð-
ist styðja fyrri niðurstöður og sýnir
(að undanskildum frávikspunktunum
tveim) um 15,89 ± 0,34 milljónir ára.
Sakir fersks útlits sýnanna (Moorbatli
o. fl„ 1968) má telja, að hér sé um
að ræða lágmarksaldur, er fer nokkuð
nærri réttum storknunaraldri bergs-
ins.
„ísókrónu“-meðhöndlun samsvar-
andi gagna Moorbaths og félaga hans
(1968) frá elstu lögum í Gerjti á Aust-
urlandi styður einnig fyrri niðurstöð-
ur og ber að auki vel saman við niður-
stöður Ross og Mussetts (1976), er
52