Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 63

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 63
Eyþór Einarsson: Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðifélag árið 1976 Félagar Skráðir félagar í árslok 1976 voru 1649. Þar af voru 2 heiðursfélagar, 2 kjörfélag- ar, 58 ævifélagar, 1532 ársfélagar hérlendis og 55 ársfélagar og áskrifendur erlendis. Auk þess kaupa 66 félög og stofnanir inn- anlands Náttúrufræðinginn. 138 nýir félagar gengu í félagið á ár- inu en 35 hafa sagt sig úr því. 16 félagar létust á árinu, svo stjórninni sé kunnugt, og voru meðal þeirra ýmsir þjóðkunnir nienn, svo sem Birgir Kjaran hagfræðing- ur og fyrrv. aljtingismaður og formaður Náttúruverndarráðs, Hermann Jónasson fyrrv. forsætisráðherra og formaður Skóg- ræktarfélags Islands og Sigurður Jóhanns- son vegamálastjóri og forseti Ferðafélags íslands. Stjór?i og aðrir starfsmenn Sljórn félagsins var þannig skipuð á ár- inu: Formaður var Eyþór Einarsson grasa- fræðingur, varaformaður Kristján Sæ- mundsson jarðfræðingur, gjaldkeri Ing- ólfur Einarsson verslunarmaður, ritari Leifur Símonarson jarðfræðingur og með- stjórnandi Sólmundur Einarsson sjávarlíf- fræðingur. I varastjórn voru Agúst H. Bjarnason grasafræðingur og Einar B. Pálsson verk- fræðingur. Endurskoðendur voru Eiríkur Einars- son verslunarmaður og Magnús Sveinsson kennari. Varaendurskoðandi Gestur Guðfinns- son blaðamaður. Rilstjóri Náttúrujrœðingsins var Kjart- an Thors jarðfræðingur. Afgreiðslumaður Náttúrufrœðingsins Stefán Stefánsson fyrrv. bóksali, Stórliolti 12, Reykjavík. Stjóm Minningarsjóðs Eggerts Ólafs- sonar skipuðu Bergþór Jóhannsson grasa- fræðingur, Guðmundur Eggertsson erfða- fræðingur og Ingólfur Davíðsson grasa- fræðingur. Gjaldkeri sjóðsins cr Bergþór Jóhannsson. Varamenn i stjórn Minningarsjóðs E. Ó. voru Ingimar Óskarsson náttúrufræðing- ur og Sigurður H. Pétursson gerlafræðing- ur. Aðalfundur Aðalfundur fyrir árið 1976 var haldinn laugardaginn 26. febrúar 1977 í stofu nr. 201 í Arnagarði við Suðurgötu í Reykja- vík. Fundinn sátu 19 félagar. Fundarstjóri var kjörinn Ágúst H. Bjarnason grasa- fræðingur og fundarritari Kjartan Thors jarðfræðingur. Forntaður minntist látinna félaga og flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Reikningar félagsins voru síðan lesnir upp og samþykktir. Nokkrar umræður urðu um nokkur at- riði í skýrslu formanns, einkum hvað snertir fræðslusamkomur og fræðsluferðir. Þá urðu einnig umræður um ógreidd fé- lagsgjöltl og sú hugmynd stjórnar að vlkja úr félaginu þeim félögum sem skulda tvö árgjöld eða fleiri hlaut góðar undirtektir. Þá kom fram sú uppástunga að ávaxta Náttúrufræðingurinn, 47 (1), 1977 57

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.