Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 4
einn er að ræða. Innan sviga er kyn og aldur, sé það þekkt, einnig hvar fugl- inn er varðveittur, ef honum hefur verið safnað. Þá er getið finnanda eða heimildar ef fuglsins hefur áður verið getið á prenti (en í þeim tilfellum er finnanda sleppt). Um suma þessara fugla hefur verið fjallað í mörgum heimildum. Pá er aðeins getið þeirrar fyrstu, en annarra aðeins ef þar er að finna fyllri upplýsingar. Stundum er þörf að tíunda frekari atvik og er það þá gert aftan við finnanda. Aldur er táknaður með ad (fullorð- inn) eða imm (ungfugl), kyn með (f (karlfugl) eða 2 (kvenfugl). Þeir fugl- ar sem hafa náðst eru flestir varðveitt- ir á Náttúrufræðistofnun íslands (RM, skrásetningarnúmer fylgir). Aðrir eru geymdir á Náttúrugripasafninu í Vest- mannaeyjum, í Náttúrufræðistofu Kópavogs, Dýrafræðisafninu í Kaup- mannahöfn (ZM) og einkasöfnum. Ekki er vitað um afdrif nokkurra fugla sem heimildir segja að hafi náðst. Pá er þess aðeins getið að þeir hafi náðst. ÆTTBÁLKARNIR OG TEGUND- IR SEM SÉST HAFA Á ÍSLANDl Náttfaraœttbálkur (Caprimulgiformes) Náttfarar eru mjög sérkennilegir fuglar í útliti og háttum. Þeir minna einna helst á uglur (Strigiformes) og eru taldir skyldir þeim. Ættbálknum er skipt í tvo undirættbálka, Steatorn- ithes og Caprimulgi. I þeim fyrr- nefnda er ein ætt, spikfuglsætt (Stea- tornithidae), með aðeins einni teg- und, en það er spikfuglinn (Steatornis caripensis) í S-Ameríku. Hann er svo nefndur vegna þess að ungar hans safna miklu spiki sem innfæddir hafa notað til lýsisgerðar. Þetta er á marg- an hátt sérstæður fugl og skyldleika- tengsl hans við aðra fugla eru um- deild. I útliti líkist hann náttförum en er ólíkur þeim og öllum öðrum fugl- um í háttum. Hann er eina fuglsteg- undin í heiminum sem er náttförul aldinæta. Að degi til dvelst hann í hellum. Undirættbálknum Caprimulgi til- heyra 104 tegundir sem skipast í fjórar ættir. Þar af heyra 78 tegundir undir náttfaraætt (Caprimulgidae) sem er útbreidd um allan heim þó flestar teg- undanna sé að finna í heitum eða heittempruðum löndum. Hinar ættirn- ar hafa takmarkaðri útbreiðslu. I gípaætt (Nyctibiidae) eru 5 tegundir í hitabeltislöndum Ameríku. Á daginn sitja gípar uppréttir á trjágreinum eða kvistum og falla vel inn í umhverfið. Gípur merkir m.a. „gin, goggur“ og til er heitið skergípur sem merkir „höfuðstórt furðudýr; fugl“. Heitið gípur hæfir því ágætlega þessum höf- uðstóru, ginvíðu fuglum. Fraukaætt (Podargidae) hefur 13 tegundir sem eru útbreiddar frá NA-Asíu, suður um lndónesíu og til Ástralíu. Fraukar eru ginvíðir fuglar sem minna á froska (sbr. enska heitið Frogmouth). Frauki er fornt heiti á froski. í yglaætt (Aeg- othelidae) eru 8 tegundir sem einnig lifa í Indónesíu og suður til Ástralíu. Þeir eru skyldastir fraukum og minna töluvert á uglur. Þeir einkennast m.a. af löngum, stinnum fjaðraburstum á enni og vöngum. Yglir er dregið af heitinu ugla. Náttfarar eru náttförulir fuglar, eins og nafnið bendir til, og veiða skordýr á flugi. Norðurslóðir hæfa þeim illa, en þar fljúga fá skordýr að næturlagi. Á daginn leynast þeir í gróðri, t.d. í skógarrjóðrum, og kemur búningur þeirra sér þá einkar vel. Eins og flestir fuglar sem veiða skordýr á flugi eru náttfarar ginvíðir og margar tegundir hafa stinna fjaðrabursta við munnvik- in til að auðvelda veiðarnar. Eins og hæfir flugsnillingum eru vængir langir 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.