Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 6
fram í október, með hámarki í seinni hluta ágúst og byrjun september. Þeir fyrstu koma aftur til varpstöðvanna í lok apríl en flestir þó ekki fyrr en í seinni hluta maí. Húmfari er fáséður fugl í Evrópu. Hann sást fyrst á Bretlandseyjum árið 1927 (Witherby 1928), síðan tveir 1955, tveir 1971 og 1976, einn 1978 og á ári hverju 1981-84 og 1989. Allir þessir fuglar sáust á tímabilinu 12. september til 25. október, flestir í október (Dymond o.fl. 1989, Anon- ymus 1989). Auk þess hefur hann sést einu sinni í Færeyjum, árið J955 (Bloch og Sprensen 1984), og á Asor- eyjum (óvíst hvenær). Á Grænlandi hefur húmfara tvisvar orðið vart, árið 1927, þ.e. sama haust og sá fyrsti sást í Evrópu, og árið 1933 (Salomonsen 1967). Húmfari hefur sést einu sinni á Islandi. 1. Reykjavík (kirkjugarður við Suðurgötu), 23. október 1955 (Cf imm RM4041). Jón B. Sig- urðsson. Fuglinn sást á íslandi sama haust og húmfari sást í Færeyjum og tveir á Bretlandseyjum. Þeir síðarnefndu sá- ust um mánaðamótin september/októ- ber en sá íslenski nokkru seinna. Það er hugsanlegt að hann hafi borist fyrr til Islands og náð að þrauka þar fram eftir október. í fóarni hans fannst nokkur vottur skordýraleifa, m.a. ranabjalla (Otiorhynchus-tegund) sem fuglinn hlýtur að hafa tekið á jörðu niðri þar sem ranabjöllur þessar fljúga ekki. Húmfari getur því aflað sér fæðu á jörðu niðri þegar ekki gefur til veiða á flugi. Svölungaœttbálkur (Apodiformes) Ættbálknum er skipt í tvo undirætt- bálka, Trochili og Apodi. TiJ Trochili telst ein ætt, bríaætt (Trochilidae), en henni tilheyra hinir alþekktu kólibrí- fuglar. Til Apodi teljast tvær ættir, múrsvölungaætt (Apodidae) og trjá- svölungaætt (Hemiprocnidae). Fugla- fræðingar eru reyndar ekki sammála um þessa flokkun. Sumum þykir skyldleiki undirættbálkanna minni en svo að þeir eigi samleið í ættbálki. Það fer þó ekki á milli mála að ým- is einkenni benda til allnáins skyld- leika, t.d. gerð vængja og fóta, fjöldi stélfjaðra og bygging hauskúpu. Ólík- legt er að þessi einkenni hafi þróast með þessum tegundum án sameigin- legs uppruna. Þessir fuglar eru hinir mestu flugsnillingar og afla fæðu ein- ungis á flugi; svölungar veiða skordýr en kólibrífuglar sjúga hunang úr blómum. Kólibrífuglar eru útbreiddir um Ameríku, allt frá Alaska og Labrador í norðri til Eldlands í suðri. Af þeim eru þekktar 343 tegundir sem flestar sýna aðdáunarverða sérhæfingu. Til kólibrífugla teljast minnstu fuglar heims sem vega aðeins tvö grömm! Trjásvölunga er að finna í SA-Asíu og á eyjum í vestanverðu Kyrrahafi, eða frá Indlandi til Salómonseyja. Af þeim eru aðeins 4 tegundir. Ólíkt múrsvölungum, sem vart tylla sér nema á hreiður, setjast trjásvölungar gjarnan á trjágreinar. Hreiðrin festa þeir á hliðar greina og af því er heiti þeirra dregið. Af múrsvölungum eru þekktar 80 tegundir í Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku. Þeir eru nær stöðugt á flugi, jafnt að nóttu sem degi, drekka og baða sig með því að dýfa sér í vatn af flugi. Oft fer mökun einnig fram á flugi. Hreiður byggja þeir ýmist utan á múrveggjum eða í holum í bökkum. I Evrópu verpa 3 tegundir, múr- svölungur (Apus apus), fölsvölungur (A. pallidus) og alpasvölungur (A. melba). Tvær þessara tegunda hafa sést á íslandi. í N-Ameríku verpa 4 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.