Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 11
5. mynd. Alpasvölungur hef- ur aðeins sést tvisvar á Is- landi. Myndin sýnir fyrri fuglinn sitjandi á húsvegg á Höfn í Hornafirði, A-Skaft., 15. apríl 1980. Alpine Swift, Höfn, A-Skaft., 15 April 1980; first record. (Ljósm. photo Jón Atli Arnason). svölungar koma til baka til S-Evrópu í lok mars/byrjun apríl og stöku fuglar ekki fyrr en um miðjan maí. Eins og múrsvölungar leggja alpasvölungar oft á flótta undan regni, en þó ekki í eins ríkum mæli. Það á sennilega einkum við um geldfugla. Alpasvölungur er alltíður flækings- fugl norður um Evrópu. Á Bretlandi sést hann reglulega, stundum í nokkr- um mæli. Þó er hann tiltölulega fátíð- ur í norðanverðu Bretlandi (Dymond o.fl. 1989) og í Færeyjum hefur hann ekki sést (Bloch og Sprensen 1984). Það er því eðlilegt að alpasvölungur sjáist í mesta lagi endrum og eins á Is- landi. Hér hefur hann sést tvívegis. Beggja tilvika, sem eru nýleg, hefur áður verið getið á prenti, en eru þó endurtekin hér. 1. Höfn í Hornafirði, A-Skaft, 15. apríl 1980 (cf ad RM7011) (5. mynd). Gunnlaugur Pctursson og Kristinn H. Skarphéðinsson (1982), Ævar Petersen (1985). 2. Reynivellir í Suðursveit, A-Skaft, 16. júní 1981. Gunnlaugur Pétursson og Kristinn H. Skarphéðinsson (1983), Ævar Petersen (1985). Ekki er að sjá að alpasvölungar hafi borist til Bretlandseyja í meiri mæli en vant er á þeim tímum sem alpasvöl- ungarnir sáust á Islandi (sbr. Rogers o.íl. 1981, 1982). ÞAKKIR Gunnlaugur Pétursson og Ævar Peter- sen lásu greinina í handriti og eiga skilið þakkir fyrir. Gunnlaugi þakka ég einnig ómetanlega aðstoð við að semja íslensk heiti á áður ónefndar fuglategundir og teg- undahópa. HEIMILDIR Anonymus 1989. September round-up. September 1989 bird news. Birding World 2. 300-311. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. íslensk orðsifjabók. Ordabók Háskólans, Reykjavík. 1231 bls. Bjarni Sæmundsson 1933. Fáséðir fuglar. Náttúrufrceðingurinn 3. 164-165. Bjarni Sæmundsson 1936. Fuglarnir. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík. 699 bls. 89

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.