Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 42
göngum sem eykur stórlega alla möguleika á samskiptum milli byggð- arlaga á svæðinu. HEIMILDIR Einar Ólafur Sveinsson 1944. íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Leiftur, Reykja- vík. 502 bls. Hjörtur E. Þórarinsson 1973. Árbók Ferðafélags íslands 1973. Svarfaðar- dalur og gönguleiðir um fjöllin. 184 bls. Hreinn Haraldsson 1985. Jarðgöng í Ólafs- fjarðarmúla. Vegamál 8. 6-7. Hreinn Haraldsson 1991. Road tunnels in Iceland. I Tunnelling symposium in connection with ITA executive council meeting in Reykjavik. 14 bls. Hreinn Haraldsson og Björn A. Harðar- son 1992. Jarðgöng i Ólafsfjarðarmúla. Árbók VFÍ1990/91. 242-254. Sveinn Björnsson 1984. Jarðfræði Ólafs- fjarðarmúla og jarðfræðilegar aðstæður við jarðgangagerð. Vegagerð ríkisins. 64 bls. Náttúruverndarmerki 1992 Náttúruverndarráð hefur nú gefið út náttúruverndarmerki í annað sinn og var útgáfudagur þess 5. júní 1992. Myndin á merkinu, sem nefnist Vor í Æðey, er vatnslitamynd eftir Jón Baldur Hlíðberg. Náttúruverndar- merkin eru aukamerki en ekki póst- burðarmerki og eru því fyrst og fremst safngripir. Náttúruverndarráð sér um sölu merkisins og rennur allur ágóði af út- gáfunni til Friðlýsingarsjóðs, en til- gangur hans er að styrkja sérstök verkefni í íslenskri náttúruvernd. Um er að ræða stök merki, örk með 8 merkjum og eftirprentanir af frum- myndinni í stærðinni 165 x 229 mm. Fyrsta íslenska náttúruverndar- merkið kom út á síðasta ári, í sam- vinnu við bandaríska fyrirtækið Gris- ham’s Art, sem hefur langa reynslu af slíkri starfsemi og mun selja nýja merkið í Bandaríkjunum fyrir hönd Náttúruverndarráðs. Náttúruverndarmerkið frá í fyrra, ásamt myndinni, verður til sölu út ágústmánuð en þá verður óseldu upp- lagi væntanlega eytt. Myndir af þessu tagi hafa hækkað mjög í verði með ár- unum og þess munu dæmi vestanhafs að verðgildi þeirra hafi hækkað allt að 150-falt á 15 árum. Náttúruverndarráð 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.