Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 49
4. mynd. Aldursdreil'ing langreyðarkúa með prógesterónstyrkinn =£0,1 og 3=10 nmól/1 í
blóði. Age distribution of ferriale fin whales with blood progesterone levels of ^O.l and
^10 nmol/l.
til 1988 verið á milli 35% og 55%,
nema árið 1987 en þá fór hann í 65%.
UMRÆÐA
Hormónamælingar í blóði stór-
hvela, eins og hér er lýst, hafa ekki
áður verið gerðar. Við getum þess
vegna ekki borið niðurstöður okkar
saman við rannsóknir annarra á hvöl-
um úr sama stofni á öðrum stöðum og
á öðrum árstímum. Slíkt hefði auð-
veldað túlkun á niðurstöðum. Jafn-
framt verður að hafa í liuga, að þeir
hvalir sem eru veiddir hér við iand eru
ekki veiddir af handahófi úr hvala-
hópnum. Veiðar á hvölunt undir 55
fetum hafa verið háðar takmörkunum
alþjóðlegra samþykkta. Dýr undir 50
fetum og kýr með kálfa eru alfriðuð.
Niðurstöður þær sem hér eru kynntar,
um dreifingu á blóðstyrk karlhorm-
ónsins testósteróns og þungunarhorm-
ónsins prógesteróns í langreyðarstofn-
inum hér við land, takmarkast að
þessu leyti og jafnframt af þeim árs-
tíma og því stutta tímabili sem er til
sýnatöku.
Meðalstyrkur testósteróns í blóði
karldýranna reyndist vera 2,01 nmól/1.
Þetta er um 10 sinnum lægri styrkur
en í karlmanni eða í hundi og um 2,5
sinnum lægri en í fola (Edqvist og Sta-
benfeldt 1989). 40 tarfar höfðu testó-
sterónstyrk sem var 0,1 nmól/1 eða
minni, og 34 þeirra voru milli 2 og 14
ára gamlir, flestir 7-8 ára, en eftir
þann aldur fækkar þeim. Þetta bendir
til þess að kynþroski ungu tarfanna sé
hraðastur næstu árin, þ.e. á 9. til 10.
aldursári. Samkvæmt niðurstöðum
Lockyer og Jóhanns Sigurjónssonar
(1991), sem byggjast á vefjaskoðun
127