Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 58
Ritstjórarabb Þegar náttúrufræðingarnir Guðmundur G. Bárðarson og Árni Friðriksson réðust í útgáfu Náttúrufræðingsins árið 1931 var honum ætlað að vera „alþýðlegt fræðslurit í náttúrúfræði“, og hefur sú stefna ekkert breyst á rúmum sextíu árum. Fyrstu tvo áratugina var Náttúrufræðing- urinn seldur í áskrift, en árið 1951 varð hann félagsrit Hins íslenska náttúrufræðifélags. Stór hluti félagsmanna hefur engin afskipti af félaginu og eru þeir í reynd aðeins áskrif- endur að Náttúrufræðingnum. Á árinu 1991 bættust 77 nýir félagar í Hið íslenska nátt- úrufræðifélag en þrátt fyrir það fækkaði fé- lögum um 99 frá árinu áður, eða um 5,5%. Við svo búið má ekki standa. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villst að útgáfa Náttúrufræðingsins er í nokkurri kreppu. En hvað er til ráða? Hver er orsök þess að lesendum fer fækk- andi? Nokkuð hefur borið á því að félagar sem segja sig úr félaginu bera því við að efni tímaritsins sé of sérfræðilegt og einnig eru félagar í óvissu um hvort þeir hafi fengið tímaritið eða ekki vegna þess hve útgáfan hefur verið óregluleg. Þetta verða að teljast tvær helstu orsakirnar. Því verður ekki á móti mæll að efni Náttúrufræðingsins hefur í seinni tíð ekki verið jafn alþýðlegt og það var fyrstu ára- tugina og fyrirsagnir á borð við Kynlegir þúfutittlingar, Flöskupóstur í Vestmanna- eyjum eða Köttur fóstrar hrossagauksunga sjást ekki lengur. Við athugun á Náttúru- fræðingnum kemur í ljós að um er að ræða hægfara breytingu sem orðið hefur smám saman og alþýðlega fræðsluritið hefur smám saman þróast í átt til vísindarits. Ekki skal hér fjölyrt um orsakir þessa en víst er að aukin menntun þjóðarinnar og aukið framboð á fræðsluefni í öðrum fjöl- miðlum eiga hér hlut að máli. Útgáfa Náttúrufræðingsins hefur nú um langt árabil gengið nokkuð erfiðlega og er tímaritið nú rúmlega einu ári á eftir áætl- un. Vonir standa til að eitthvað verði hægt að stytta halann á þessu ári og reynt verð- ur að bæta um betur á því næsta. Megin- hluta þessa vanda má rekja til takmarkaðs framboðs á efni. Alla tíð hafa íslenskir náttúrufræðingar ritað þorrann af efni tímaritsins og svo undarlega vill til að framboð á efni hefur ekki aukist þó svo að fjöldi náttúrufræðinga liafi margfaldast á síðustu áratugum. En hvað er til ráða þegar takmarkað framboð á efni veldur því að tímaritið kcmur ekki út á réttum tíma og einnig því að ritstjóri fær litlu ráðið um það hvort efnið fellur að óskum lesenda? Náttúru- fræðingurinn þarf að fá meira af efni og a.m.k. hluti efnisins þarf að vera nokkuð frábrugðinn því sem verið hefur. Til að svo megi verða þarf fyrst að breyta nokk- uð þeim reglum sem höfundunt hefur ver- ið gert að fara eftir. Það er ekki ætlunin að umbylta tímaritinu í einu vetfangi held- ur er hugmyndin er að breytingarnar ger- ist hægt. Til að byrja með verður slakað nokkuð á þeim kröfum sem gerðar hafa verið til höfunda varðandi framsetningu efnis. Til dæmis er samantekt á ensku eingöngu tal- in nauðsynleg þegar um er að ræða rann- sóknaniðurstöður sem ekki hafa verið birtar áður, hvorki á íslensku né öðrum tungumálum. Hafi efnið verið birt áður í erlendu vísindariti er ensk samantekt talin óþörf og þess óskað að slíkt efni verði sniðið að þörfum lesenda. Sama mun gilda um yfirlitsgreinar þar sem tekinn er saman fróðleikur sem áður hefur verið birtur og slíkar greinar þurfa ekki ítarlega heimilda- skrá. Ef takast á að stýra Náttúrufræðingnum upp úr þeim öldudal sem hann nú er í þarf samstillt átak félagsmanna og hér með er auglýst eftir hvers konar alþýðlegu fræðsluefni í Náttúrufræðinginn. Sigmundur Einarsson Náttúrufræöingurinn 61 (2), bls. 136, 1992. 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.