Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 63
Ritfregn FUGLAR Á ÍSLANDI OG ÖÐRUM EYJUM í NORÐUR ATLANTSHAFI. Útgefandi: Skjaldborg hf., 1991. Verð (í júní 1992): 2600 kr. Stærð: 200x130x20 mm. Þyngd: 515 g. í júní 1991 kom út handbók um fugla, eftir Færeyinginn Dorote Bloch og Danann S0ren S0rensen, í þýðingu Erlings Ólafssonar. Teikningar eru eftir Steen Langvad. í henni er fjallað um alla varpfugla, fargesti og marga flækingsfugla á íslandi, í Færeyjum, á Hjaltlandi, Orkneyjum og Suðureyj- um undan Skotlandsströndum. Bókin er í flokki handbóka, eða svokallaðra vasabóka. í henni eru allmargar Ijós- myndir og töflur, nokkur útbreiðslu- kort, auk teikninga af um 230 tegund- um fugla. Þetta er nútímaleg bók og henni svipar til margra erlendra fuglabóka sem gefnar hafa verið út á síðustu ár- um hvað uppsetningu varðar. Hún skiptist í þrennt. í fyrsta hlutanum (um 50 bls.) er rætt um kjörlendi fugla, útbreiðslu, farflug, tegundir og deilitegundir, greiningu og margt fleira. Einnig eru sérstakir kaflar um hvert land (hverja eyju) fyrir sig. í öðrum kaflanum (105 bls.) er lýsing á um 180 tegundum fugla sem verpa á svæðinu eða eru fargestir eða algengir flækingar. Rætt er um einkenni þeirra (greiningu) og dreifingu (varpstöðvar, farleiðir og vetrarstöðvar). í þriðja kaflanum (89 bls.) eru teikningar af ofangreindum tegundum auk all- margra flækingsfugla sem ekki er rætt um í öðrum kafla. Þessar myndasíður Fuglar á Islandi og öðrum eyjum í Norður Atlantshafi HANDBÓK Soren Sorensen Dorete Bloch Teikningar: Steen Langvad eru í hefðbundnum stíl, teikningar á hægri síðu hverrar opnu og stutt hnitmiðuð lýsing á hverri tegund á vinstri síðu, ásamt upplýsingum um á hvaða eyjum þeir verpa. Útbreiðslu- kort eru engin í þessum kafla. Aftast í bókinni er listi yfir allar tegundir sem sést hafa á viðkomandi svæði á þessari öld (til og með 1988) og hvar þeirra hefur orðið vart. Við lestur fyrsta og annars kafla bókarinnar kemur strax í ljós að hún er þýdd, enda er annar höfundurinn færeyskur og víða Ijallað um fuglana frá því sjónarmiði. Þetta kemur þó mjög lítið að sök, enda lítill munur á Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 141-142, 1992. 141

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.